26.7 tólf kynkvíslir: Hér er átt við Ísrael. Sjá “Ísrael”.

26.7 Gyðingum: Sjá athugagreinar við 4.1; 4.5 og 22.30.

26.18 frá myrkri til ljóss…valdi Satans: Þegar Biblían nefnir myrkur, er ævinlega skammt í eymd og volæði (Slm 107.10), ennfremur heimsku (Préd 2.14). Mótherjar Guðs eru kallaðir “andaverur vonskunnar” (Ef 6.12), sem verður “varpað í ystu myrkur” (Matt 22.13). Í Heilagri ritningu er ljósið aftur á móti sjálfur Guð og orð hans (1Jóh 1.5; Slm 119.105), líka fólk og viðburði sem leiða í ljós sannleika Guðs (Jes 49.6). Nánar um Satan sjá athugagrein við 5.3.

26.18 öðlist fyrirgefningu syndanna: Sjá athugagrein við 2.38 (öðlist fyrirgefningu syndanna).

26.20 heiðingjunum: Sjá athugagrein við 10.45 (heiðingjunum).

26.22 spámennirnir og Móse hafa sagt að verða mundi: Páll vitnar hér í helgirit Gyðinga. Sjá athugagrein við 8.35. Sjá og athugagrein við 3.18.

26.23 Kristur: Sjá athugagrein við 2.36.

26.27 Trúir…spámönnunum: Páll spyr Agrippu hvort hann leggi trúnað á spámannaritin í helgiritasafni Gyðinga. Sjá athugagrein við 26.22.

26.30 konungur…landstjórinn…Berníke: Sjá athugagreinar við 25.13 (Agrippa og Berníke) og 24.27 (Festus).

26.32 Þennan mann hefði mátt láta lausan: Þar sem Páll hafði skotið máli sínu til keisarans í Róm, kom ekki til greina að láta hann lausan.