2.3 ánauð ofdrykkjunnar: Alsiða var, að menn neyttu víns að fornu, og þótti ekki ámælisvert. En sá, sem skenkti meiru á hjá sér en góðu hófi gegndi, eða drakk jafnvel frá sér vit og rænu, mátti með réttu heita í “ánauð ofdrykkjunnar.” Sjá og 1Tím 3.8.

2.4,5 hinar ungu…skírlífar: Í þann tíð skyldu konur vera eiginmönnum sínum undirgefnar. Var litið svo á, að hollusta við heimili, bónda og börn jafngilti þjónustu við sjálfan frelsarann Jesú Krist (Ef 5.21-25).

2.9 þræla…húsbændum: Höfundur biður Títus að hvetja þræla til þess að vera eigendum sínum trúir og húsbændurna að sínu leyti milda og góða þrælunum (Ef 6.5-9). Sjá og “Þrælar og þjónustufólk á dögum Jesú“.

2.11 sáluhjálpar öllum mönnum: “Að frelsast” merkir að maðurinn “losnar frá synd og hvers kyns illsku” vegna þess sem Guð hefur fyrir hann gert og gerir enn. Þannig hlotnast mönnum “sáluhjálp.” Má einnig orða svo: “Að öðlast eilíft líf.” Sjá og “Kærleikur Guðs frelsar (Hjálpræði)“.

2.13 Guð og frelsari vor Jesús Kristur opinberist í dýrð sinni: Í bréfum sínum minnist Páll oft á daginn, þegar Jesús kemur aftur (1Kor 15.20-28; Fil 1.10; 2.16; 3.20,21). Sjá og “Endurkoman“.