9.2 hvort hefur þessi maður syndgað eða foreldrar hans: Á dögum Jesú trúðu ýmsir því að Guð væri að hegna sjónlausum fyrir það að hafa syndgað, eða þá fyrir það að foreldrar hans hefðu syndgað (2Mós 20.5).

9.4 Það kemur nótt: Nóttin er stund myrkursins, en getur líka táknað skilningsleysi. Jesús gæti líka átt við efsta dóm.

9.7 lauginni Sílóam: Tjörn (uppspretta) í suðausturhorni Jerúsalemsborgar, stundum nefnd vatnsleiðslulaug. Hiskía konungur (715-687 f. Kr.) lét gera göng og leiddi vatnið í þeim frá Gíhonlind utan borgarmúrsins. Sjá kort á bls. 2376. Gyðingar, lesnir í helgum ritningum sínum, kunna að hafa minnst þess er guðsmaðurinn Elísa sagði Naaman, hershöfðingja Sýrlandskonungs, sem var líkþrár, að fara og lauga sig í ánni Jórdan (2Kon 5.1-14). Naaman hlaut lækningu, á sama hátt og blindi maðurinn.

9.14 hvíldardagur: Sjá athugagrein við 5.9. Þegar Jesús gaf blinda manninum sjónina var hann sakaður um að hafa brotið hvíldardagshelgina (9.16).

9.15 Farísearnir: Sjá athugagrein við 1.24.

9.17 Hann er spámaður: Sjá athugagrein við 4.19. Spámenn á borð við Elía og Elísa höfðu gert kraftaverk. Þeir sem hlýddu á Jesú og sáu hann vinna kraftaverk munu hafa minnst þess sem helgirit Gyðinga höfðu um spámennina að segja.

9.18 Farísearnir: Sjá athugagrein við 1.19-20 (ráðamenn).

9.22-23 sá skyldi samkundurækur: Fyrirmenn Gyðinga höfðu ákveðið að hafa hvern þann út undan sem fylgdi Jesú að málum (9.34). Sjá og innganginn að Jóhannesarguðspjalli.

9.22-23 Kristur: Sjá athugagrein við 1.19-20.

9.24 þessi maður er syndari: Ráðamennirnir álitu Jesú syndara fyrir það að hlýða ekki lögmáli Móse.

9.28 lærisveinar Móse: Þeir sem hlýddu Móselögum.

9.34 syndum vafinn frá fæðingu: Sjá athugagrein við 9.2.

9.34 þeir ráku hann út: Sjá athugagrein við 9.22,23. Sjá og athugagrein við 6.59 (samkundunni).

9.35 Mannssoninn: Sjá athugagrein við 1.51.

9.41 Ef þið væruð blindir: Jesús segir, að þeir sem eru blindir í andanum en samt opnir fyrir sannleikanum, séu án sektar. En hinir, sem segjast sannleikans megin (þ.e. hlýða Móselögum) en treysta ekki Jesú, séu sekir.