4.1 forföður vorn Abraham: Sjá „Abraham„.

4.6 Davíð lýsir: Sjá athugagreinar við 1.2 (helgum ritningum) og 1.3-4 (af kyni Davíðs). Davíð konungur ríkti í Ísrael frá um það bil 1010 til 970 f. Kr. og við hann eru Davíðssálmarnir í Gamla testamenti kenndir.

4.7,8 Sælir…tilreiknar ekki synd: Hér vitnar Páll til Davíðssálms 32.1,2.

4.9 umskorinna: Sjá athugagrein við 2.25. Guð blessaði Abraham af því að hann trúði Guði, og það áður en hann var umskorinn. Þar með er Abraham faðir bæði umskorinna og óumskorinna.

4.16-17 niðja Abrahams…faðir okkar allra: Sjá athugagreinar við 4.1 og 2.10. Þeir sem trúa á Guð eru í ákveðnum skilningi niðjar Abarahams, sama hverrar þjóðar þeir eru.

4.24 Guð…vakti Jesú, Drottin vorn, upp frá dauðum: Jesús reis á þriðja degi aftur upp frá dauða á krossi (Matt 28.1-10; Post 2.22-24). Við þetta kraftaverk er átt, þegar rætt er um „upprisuna.“ Sjá „Upprisan„.

4.25 framseldur vegna misgjörða okkar: Sjá athugagrein við 3.25-26.