Heilsun og inngangur

Páll heilsar móttakendum bréfs síns í Korintu og biður þeim friðar Guðs, ekki síst með tilliti til þess, að flokkadrættir eru í söfnuðinum. Hann minnir þá á, að Guð hefur blessað þá ríkulega, auðgað á allan hátt og kallað til samfélags við son sinn, Jesú Krist.

Verið samhuga vegna Krists

Páll talar um flokkadrættina meðal hinna kristnu í Korintu. Menn skiptast í hópa, sem segjast fylgja hver sínum leiðtoga. Páll minnir lesendur sína á, að þungamiðja fagnaðarerindisins er dauði Krists á krossinum. Þeir ættu frekar að hlýða anda Guðs en að tileinka sér visku heimsins.

1.1 Páll… postuli Jesú Krists, og Sósþenes: Páll gekk einnig undir hinu gyðinglega nafni sínu, Sál (sjá Post 7.57-8.3; 9.1-30). Hann var farísei, vildi hlýða lögmáli Móse bókstaflega og til hins ýtrasta. Og hann hafði ofsótt hina fyrstu lærisveina Krists (Gal 1.13; Fil 3.5,6). Seinna varð hann postuli Jesú og helgaði líf sitt prédikun fagnaðarerindisins um hann. Sjá og „Páll frá Tarsus„. Orðið „postuli“ er grískt að uppruna og þýðir „sendimaður.“ Í Fyrra Korintubréfi hefur það alveg ákveðna merkingu: „Sá, sem Guð hefur útvalið til þess að breiða út gleðiboðskapinn um Krist Jesú.“ Páll var postuli af því að sjálfur Jesús vitraðist honum og ávarpaði hann (9.1; sjá og Gal 1.15,16).

Sósþenes hét samkundustjóri í Korintu og þar með einn af leiðtogum Gyðinga þar, að því er segir í Post 18.13-17. Það er líklegra en hitt, þótt ekki sé vitað með vissu, að þetta sé hann. Hann sætti barsmíðum af hendi landa sinna, þegar Gallíon landstjóri vísaði frá kærum þeirra á Pál vegna prédikunar hans. Kristnir menn kölluðu oft hver annan „bróður.“

1.2 Korintu: Korintuborg stóð um 80 km. vestur af Aþenu, á mjóu eiði (fimm og hálfur kilómetri) milli Eyjahafsog Adríahafs, og tengir það meginland Grikklands við Pelopsskaga (sjá uppdráttinn hér að neðan). Hún var ein stærsta borg Grikklands með leikhúsum, markaðstorgum og ótal launhelgum (tilbeiðslustöðum dultrúarmanna). Þar komu því saman mörg og ólík áhrif menningar, trúar og siða. Korinta var kunn að taumlausu skemmtanalífi. Hvergi sem þar var lækningaguðinn Asklepios dýrkaður né ástargyðjan Afrodite.

1.2 ákalla nafn Drottins vors Jesú Krists: Sjá athugagrein við 1.3 (Drottni Jesú Kristi).

1.3 Guði föður vorum: Jesús kallaði Guð iðulega föður (sjá t.d. Jóh 14). Páll gerir eins í mörgum bréfa sinna (Róm 1.7; Gal 1.2,3; Fil 1.2).

1.3Drottni Jesú Kristi: „Drottinn“ er á grísku kyrios og samsvarar titlinum „herra.“ Þegar Jesús er kallaður „Drottinn“ er það viðurkenning á tign hans og valdi. Sjá „Drottinn (notað um Jesú)„. Nafnið Jesús var algengt á tímum Nýja testamentis. Það er grísk mynd hebreska nafnsins „Jósúa.“ „Kristur“ er dregið af gríska orðinu christos,en það er á hebresku „Messías“, sem þýðir „hinn smurði“ eða „hinn útvaldi.“

1.7 meðan þið væntið opinberunar Drottins vors Jesú Krists: Páll hélt því fram, að Jesús myndi koma aftur (15.20-28; sjá og Fil 3.20,21; 1Þess 4.13-18). Hann bjóst við að það myndi verða fljótlega (Fil 4.5: Drottinn er í nánd). Þann dag myndi Jesús líka „frelsa“ lærisveina sína. Sjá og „Endurkoman„.

1.9 son: Jesús var af Páli og mörgum öðrum nefndur „sonur Guðs“ (Róm 1.4; sjá og Mrk 1.10,11; 15.39; Jóh 1.14). „Sonur Guðs“ var konungstitill í Ísrael (Slm 2.7). Sjálfur kallar Jesús sig „soninn“ í Lúk 10.21,22 og ennfremur víða í Jóhannesaguðspjalli (sjá einkum Jóh 13-17). Sjá og „Sonur Guðs„.

1.11 heimilismenn Klóe: Hér kann að vera átt við fjölskyldu Klóe og ef til vill þræla hennar að auki. Líka getur verið, að „heimilismenn“ eigi við þau, sem koma í hús hennar til þess að eiga þar guðræknistund saman. Klóe er ekki nefnd á nafn annars staðar í Nýja testamenti.

1.11,12 þrætur eigi sér stað á meðal ykkar…Apollós…Kefasi:Það hafði klofið söfnuðinn í Korintu, að menn tóku að líta á þennan eða hinn postulann sem leiðtoga. Sumir höfðu valið Pál, en aðrir Apollós, en hann hafði getið sér frægðarorð fyrir rökfimi í kappræðum við þá sem gerðu lítið úr fagnaðarerindinu um Jesú (Post 18.24-28). Pétur var einn hinna tólf postula, sem Jesús valdi (16.15-17).

1.13 krossfestur…skírð til nafns Páls: Það var Jesús sem dó á krossi, en ekki Páll (Lúk 23.26-46). Og Páll skírði í Jesú nafni, ekki sínu eigin. Hann minnti því Korintumenn á, að Jesús væri sá sem þeir skyldu trúa á.

1.14-16 Krispus og Gajus…Stefanas: Krispus, samkundustjóri í Korintu, er nefndur í Post 18.8. Á Gajus er minnst í Post 19.29 og Róm 16.23,24. Stefanas og heimilisfólk hans urðu til þess fyrst allra í Akkeu að ganga Kristi á hönd (16.15-17).

1.17,18 fagnaðarerindið…orð krossins: Fagnaðarerindiðer þau góðu tíðindi, að Jesús dó á krossi til þess að sigra synd og dauða og var svo reistur upp frá dauðum. „Þeir sem stefna í glötun“ trúa ekki á Jesú, heldur reiða sig á veraldarvisku. Þar af leiðandi telja þeir orð krossins vera heimsku.

1.20-27 það sem heimurinn telur speki…það sem heimurinn telur heimsku: „Heimurinn“ er í munni Páls öflin sem standa gegn Guði (Róm 12.2, Gal 4.3; 6.14). Það er sem Guð hafi af ásettu ráði látið sem hann tapaði – yrði undir – þegar Kristur dó á krossinum. En um leið gafst mönnunum nýtt líf. Þetta virtist heimska þeim, sem bjuggust við annars konar og sýnilegri sigri.