20.1 Fyrsta dag vikunnar: Að morgni dagsins eftir hvíldardaginn.

20.1 María Magdalena: Nafnið gæti bent til þess að hún hafi verið frá Magdölum, sem var þorp bið Galíleuvatn vestanvert. Í Markúsar- og Lúkasarguðspjöllum greinir frá því, að Jesús hafi læknað hana (Mrk 16.9; Lúk 8.2). Sjá og 19.25.

20.2 Símonar Péturs…lærisveinsins sem Jesús elskaði: Sjá athugagreinar við 1.42 (Símon Pétur) og 13.23 (lærisveinninn sem Jesús elskaði).

20.5 línblæjurnar: Sjá athugagrein við 11.44.

20.12 tvo engla: Sjá “Englar” (texta vantar).

20.16 Rabbúní: Sjá athugagrein við 1.38 (Rabbí).

20.19 lærisveinarnir…læst dyrum af ótta við Gyðingana: Lærisveinar Jesús óttuðust að borin yrðu kennsl á þá og þeir lagðir í einelti vegna trúar sinnar; þeir földu sig því og lokuðu að sér.

20.20 sýndi hann þeim hendur sínar og síðu: Þegar Jesús var krossfestur voru naglar reknir í gegnum lófa hans, eða að öðrum kosti úlnliðina (sjá 19.18 og “Krossfesting“). Þá stakk einn af hermönnunum spjóti í síðu hans (19.34).

20.22 Meðtakið heilagan anda: Sjá athugagrein við 1.32 (andann). Jesús gefur lærisveinunum heilagan anda, svo sem hann hafði áður heitið þeim (14.16,26; 16.7).

20.23 fyrirgefið einhverjum syndirnar: Þegar Jesús gaf lærisveinum sínum heilagan anda, gaf hann þeim einnig vald til þess að fyrirgefa syndir. Áður hafði það verið trú manna, að Guð einn gæti fyrirgefið syndir (sjá Mrk 2.7). En hér segir Jesús, að lærisveinar hans geti einnig gert svo. Vald kristinnar kirkju til þess að fyrirgefa syndir byggist á því, að hún er til þess “send” af sjálfum Jesú (20.21).

20.24 Tómas, nefndur tvíburi: Sjá athugagrein við 11.16.

20.28 Drottinn minn og Guð minn: Sjá athugagrein við 13.13 (Drottinn). Tómas sannfærist um það að Jesús sé upprisinn frá dauðum af því að hann fær að líta augum sárin sem hann hlaut þegar hann var krossfestur.

20.31 þetta er ritað: Vers 30 til 31 hafa stundum verið nefnd “yfirskrift Jóhannesarguðspjalls.” Jóhannes greinir frá kraftaverkum (táknum) Jesú til þess að þeir sem hvorki sáu Jesú né heyrðu í eigin persónu megi öðlast trúna á hann (20.29).