10.1 Sesareu: Sjá athugagrein við 8.40.

10.1 Kornelíus…ítölsku hersveitinni: Kornelíus var rómverskur hundraðshöfðingi. Í rómverskri hersveit voru um það bil sex þúsund hermenn og skiptist hún í tíu herdeildir. Hét hver þeirra sérstöku nafni. Sú sem Kornelíus stjórnaði var hluti þeirrar sem kölluð var ítalska hersveitin. Hundraðshöfðingi hafði yfir að ráða einum sjötta hluta hersveitar, eða um það bil 100 mönnum.

10.3 um nón: Trúlega á meðan hann var á bæn. Sjá athugagrein við 3.1 (að biðjast fyrir).

10.3 í sýn: Sýn er lík draumi, þótt sjáandinn geti ýmist verið vakandi eða sofandi. Í Biblíunni sjá menn sýnir, þegar andi Guðs eða sendiboði hans, svo sem t.d. engill, talar til innstu hugsana þeirra og bregður upp fyrir hugarsjónum þeirra skýrri og ótvíræðri mynd af einhverju sem þeim ber að gera eða segja. Sjá 2.17.

10.4 engilinn: Sjá athugagrein við 5.19.

10.5 Joppe: Joppe var um 48 km. suður af Sesareu. Sjá athugagrein við 9.36.

10.9 húsþakið: Í Palestínu tíðkuðust flöt húsþök. Upp á þau lágu tröppur utan á húsunum. Þökin voru gerð úr bjálkum eða röftum og hrís og greinar lagt yfir. Þetta var síðan þakið með leir og mold og troðið þar til það varð að harðri og þéttri skán. Þegar fólk vildi komast út undir bert loft fór það ýmist út í húsagarðinn eða upp á þakið.

10.14 vanheilagt né óhreint: Í lögmáli Móse voru taldar upp fæðutegundir, sem álitnar voru óhæfar til neyslu. Sjá „Hreinsanir (hreint og óhreint)“.

10.30 í skínandi klæðum: Þannig lýsti Kornelíus englinum. Sjá og 1.10 og Lúk 24.4.

10.37 Júdeu…Galíleu: Sjá athugagrein við 1.8.

10.37 Jóhannes: Jóhannes skírari. Sjá Lúk 3.3-17.

10.38 heilögum anda: Sjá um Heilagan anda.

10.38 Jesú frá Nasaret: Sjá athugagrein við 2.22.

10.38 djöfullinn: Hann er líka nefndur Satan. Sjá athugagrein við 5.3.

10.39 í landi Gyðinga: Hér er átt við héruðin Júdeu, Samaríu og Galíleu, sem fyrrum tilheyrðu landi Ísraelsþjóðarinnar.

10.43 allir spámennirnir: Spámenn Ísraelsþjóðarinnar voru uppi tvö til átta hundruð árum fyrir Krists burð. Enginn þeirra nefndi Jesú á nafn, en margir ræddu um það, hversu Guð mundi endurreisa Ísraels lýð og hefja þjóðina til vegs að nýju. Aðrir spáðu því, að Messías (útvalinn leiðtogi) yrði sendur þjóðinni.

10.44 kom heilagur andi yfir alla: Sjá athugagrein við 4.8.

10.45 Hinir trúuðu Gyðingar: Flestir hinna fyrstu lærisveina Jesú voru Gyðingar, eins og hann var sjálfur.

10.45 heiðingjunum: Sjá nánar „Heiðingjarnir“.

10.47 að þeir verði skírðir: Sjá athugagrein við 1.5 (skírðir með vatni).