Líferni þeirri, sem eru líkami Krists. Börn ljóssins.

Páll biður kristna menn í Efesus að lifa í eindrægni og nýta náðargáfurnar, sem heilagur andi hefur gefið þeim, til þess að þjóna líkama Krists, kirkjunni. Hann leiðbeinir þeim líka um það hvernig þeir skuli koma fram hver við annan, biður þá að berjast gegn hinu illa og hegða sér að öllu eins og börn ljóssins.

4.1 bandinginn vegna Drottins: Sjá athugagrein við 3.1.

4.4-6 Einn er líkaminn…faðir allra: Líkaminn er kirkjan (sjá athugagrein við 1.22,23). Efesusbréfið nefnir einingu lærisveina Krists sjö sinnum. Í 4.4 eru þeir sagðir einn líkami (2.16), þeir nálgast föðurinn í einum anda (2.18), Guð hefur kallað okkur til (einnar og sömu) vonar (1.18). Í 4.5 ræðir um einn Drottin (1.3), eina trú (sjá athugagrein við 1.3) og eina skírn. Sjá og „Skírn„. Loks er sjöunda dæmið í 4.6: Einn Guð og faðir allra, sem er yfir öllum, með öllum og í öllum.

4.9,10 „steig upp“…stigið niður í undirdjúp jarðarinnar: 40 dögum eftir að Guð reisti Jesú upp frá dauðum, steig hann upp til himna (Lúk 24.50,51; Post 1.3,6-11; 2.33). Höfundur Fyrra Pétursbréfs skrifar, að þegar Jesús var deyddur hafi hann stigið niður til andanna í varðhaldi og prédikað fyrir þeim (1Pét 3.19). „Andarnir í varðhaldi“ kunna að vera þeir, sem dvelja í Sheol( þ.e. undirheimum, Helju, hjá Grikkum Hades), þar sem hinir dauðu bíða dóms (Opb 20.13).

4.11 postular…spámenn: Sjá athugagrein við 2.20,21. Kristur velur menn til ákveðinna starfa. Annars staðar í Nýja testamenti er það heilagur andi, sem úthlutar náðargáfum (1Kor 12-14). Í Rómverjabréfinu segir Páll, að Guð sé sá sem gefur náðargáfurnar (Róm 12.4-8).

4.13 syni Guðs: Sjá athugagrein við 1.6.

4.14 slægum mönnum: Einhverjir safnaðarmenn hafa útbreitt villukenningar. „Hugsun þeirra er allslaus, skilningur þeirra blindaður“ (4.18).

4.18 skilningur þeirra blindaður: Orðið sem hér er þýtt á íslensku með „blindaður“ er á grísku „myrkvaður“. Víða í Biblíunni táknar myrkurþjáningu, eymd ( Slm 107.10) og heimsku (Préd 2.14). Andstæðingar Guðs eru kallaðir „heimsdrottnar myrkursins“ (Ef 6.12) og þeim sem ekki gjöra vilja hans kann að verða „varpað í ystu myrkur“ (Matt 22.13), sem er eilífur kvalastaður.

4.25 við erum hvert annars limir: Sjá athugagrein við 1.22,23.

4.27 djöflinum: Sjá athugagrein við 2.2.