Trúin er andsvar mannsins við náð Guðs og kærleika.

Maðurinn þóknast Guði með því að trúa. Þeir sem leita Guðs öðlast hina eilífu arfleifð, sem heitið var, fá að ganga inn til “hvíldar hans.” Þetta er jafnsatt nú og það var í öndverðu og á dögum ættfeðra Ísraels. 

11.1 Trúin: Orðið “trú” er hér fremur í merkingunni guðstraust en fylgni við ákveðið kenningakerfi eða helgisiði. Sjá og “Trú”.


Trúmenn, sem nefndir eru í 11. kapítula Hebreabréfsins

Abel – 1Mós 4.1-16

Næstelsti sonur Adams og Evu. Eldri bróðir hans var Kaín. Kaín varð Abel að bana af því að Drottinn gaf gaum að Abel og fórn hans, en leit ekki við Kaín og fórn hans.

Abel færði fórn af frumburðum hjarðar sinnar og feiti þeirra, eða með öðrum orðum því besta af slátrinu.

Enok – 1Mós 5.21-26

Biblían segir fátt af Enok. En þegar hann dó er það orðað svo, að hann hafi horfið því að Guð hafi tekið hann.

Hann gekk með Guði.

Nói – 1Mós 6.1-9.17

Nói var sonur Lameks og Enok var langafi hans. Nafnið “Nói” hljómar ekki ólíkt hebreska orðinu, sem merkir “huggun.”

Nói gerði allt eins og Guð bauð honum. Hann trúði því, að Guð ætlaði að eyða jörðinni og mannfólkinu á henni vegna ranglætis mannanna. Eftir fyrirmælum Guðs smíðaði Nói því örk (skip), sem hann, fjölskylda hans og allar skepnur jarðar björguðust á.

Abraham – 1Mós 12.1-9; 17.1-8; sjá og Róm 4

Abraham var afkomandi Sems, sonar Nóa. Kona hans hét Sara og Ísak sonur þeirra. Hann hét réttu nafni Abram, en Guð breytti nafni hans í “Abraham,” sem hljómar líkt og sagt sé á hebresku “ættfaðir fjölda þjóða.” (1Mós 17.4-5).

Abraham yfirgaf land sitt og ættfólk, tók sig upp og fór búnaði sínum til landsins, sem Drottinn vísaði honum á. Guð hét Abraham að hann mundi eignast fjöld niðja og verða að mikilli þjóð.

Sara – 1Mós 18.1-15; 21.1-8

 Kona Abrahams og móðir Ísaks. Upphaflega hét hún Saraí, en Drottinn breytti nafninu í   “Sara.” Bæði nöfnin merkja “prinsessa.” (1Mós 17.15).

Sara var komin úr barneign. En þau Abraham trúðu því samt, að Guð gæfi þeim son.

Ísak – 1Mós 27.1-40

Ísak hét sonur Abrahams og Söru. Þótt Abraham hefði eignast son við ambátt sinni, sem Hagar hét, áður en Ísak fæddist, naut Ísak samt “frumburðarréttarins” af því að hann fæddist samkvæmt fyrirheiti Guðs.

Ísak blessaði syni sina, Jakob og Esaú.

Jakob – 1Mós 48.1-22

Jakob var sonur Ísaks og Rebekku og tvíburabróðir Esaú. Nafni hans var síðar breytt í “Ísrael,” sem þýðir “sá sem hefur glímt við Guð” (1Mós 32.22-28). Hinar tólf ættkvíslir Ísraels hétu eftir sonum Jakobs. Drottinn endurtók við Jakob það fyrirheiti, sem hann hafði áður gefið þeim Abraham og Ísak (1Mós 28.13-15).

Jakob blessaði syni Jósefs, þá Efraím og Manasse.

Jósef – 1Mós 37-50; sjá einkum 50.22-25

Sonur Jakobs og Rakelar. Bræður hans seldu hann kaupmönnum frá Midíanslandi og fóru þeir með hann til Egyptalands, þar sem hann varð ráðsherra faraós Egyptalandskonungs.

Í krafti embættis síns í Egyptalandi gaf Jósef bræðrum sínum nægtir korns, þegar hungursneyð geisaði í Kanaanslandi. Hann treysti því, að Drottinn mundi flytja Ísraelsþjóð úr Egyptalandi og heim til fyrirheitna landsins.

Móse – 2Mós 1-15; 19-34

Móse var Hebrei, en fæddist í Egyptalandi. Dóttir faraós Egyptalandskonungs gékk honum í móðurstað. Drottinn birtist Móse og fól honum að leiða Ísraelsmenn út úr þrælahúsinu í Egyptalandi. Síðar fól Drottinn honum á Sínaífjalli að leggja fyrir fólkið lögmálið, (m.a. boðorðin 10), sem upp frá því skyldu ákvarða hversu það hagaði lífi sínu og guðsdýrkun.

Vildi ekki láta láta á sig sem barnabarn faraós; leiddi Ísraelsmenn út úr Egyptalandi; hóf samkvæmt fyrir Drottins að halda páska hátíðlega.

Rahab – Jós 2.1,3; 6.21-25

Kanversk skækja sem átti heima í Jeríkó áður en Ísraelsmenn lögðu borgina undir sig.

Hjálpaði njósnurum Ísraelsmanna að komast burt úr Jeríkó. Þeir skýrðu svo yfirmönnum sínum frá því sem þeir höfðu orðið áskynja.

Gídeon, Barak, Samson og Jefta – Dóm 4-16

Dómarar (leiðtogar) ættkvísla Ísraels. Þeir stýrðu þjóðinni áður en settur var yfir hana konungur.

Þessir dómarar unnu ýmsar hetjudáðir og brutu undir Ísraelsmenn landið (Kanaansland), sem Drottinn hafði lofað að gefa Abraham og afkomendum hans til eignar.

Davíð – 1Sam 16.1; 1Kon 2.11; einkum þó 1Sam 17

Afbragðs hermaður og frægasti konungur Ísraels. Hann gerði Jerúsalem að höfuðstað Ísraels og flutti sáttmálsörkina þangað. Sonur hans var Salómon, allra manna vitrastur. Hann lét byggja fyrsta musterið í Jerúsalem.

Salómon varð risanum Golíat að bana og olli miklu um það að Ísraelsmenn lögðu undir sig Kanaansland.

Samúel – 1Sam 1.1-25.1

Spámaðurinn Samúel var síðastur dómari í Ísrael. Hann smurði þá Sál og Davíð til konungs (hellti olíu yfir höfuð þeim) til merkis að þeir væru útvaldir af Guði til þess að gegna konungdómi í Ísrael.

Samúel var leiðtogi Ísraelsmanna, bæði dómari og spámaður.


11.2 mennirnir fyrr á tíðum: Sjá athugagrein við 1.1. Í 11. kapítula Hebreabréfsins telur höfundur upp nokkra “fyrri tíðar menn” sem fyrir trú sína voru velþóknanlegir Guði. Þess vegna heyra þeir til Guðs lýð að eilífu. Flestir þeirra voru uppi áður en Móse veitti viðtöku lögmáli Drottins (sjá athugagrein við 8.6).

11.3 Mós 1.1; Slm 33.6,9; Jóh 1.3.

11.10 borgar, sem hefur traustan grunn: Þessi “borg” er sami staður (ástand) og “hvíld hans” (4.1) og “tjaldbúðin sem ekki er með höndum gerð”. Þangað er Kristur farinn til þess að búa lærisveinum sínum stað með sér og Guði. Sjá og Opb 21.3; 21.10-22.5.

11.13 öðlast fyrirheitin: Hér ræðir um “borgina”, “hvíldina” og “tjaldbúðina” sem nefndar eru í athugagreinum við 11.10 og 4.1. Sjá og 1Mós 23.4; 1Kro 29.15; Slm 39.12.

11.17-18 Ísak…einkasyni sínum: Guð lofaði Abraham því, að hann mundi eignast son og yrði sá faðir mikillar þjóðar (1Mós 15.4,5). Abraham átti raunar annan son eldri, sem Ísmael hét, en móðir hans var ambáttin Hagar. Ísak var samt talinn “einkasonur” Abrahams, enda fæddist hann samkvæmt fyrirheiti Guðs. Höfundur Hebreabréfsins skrifar, að Abraham hafi verið fús til þess að fórna Ísak (1Mós 22.1-19), af því að hann hafi trúað því staðfastlega, að Guð væri þess megnugur að vekja upp frá dauðum.

11.23 skipunum konungs: Egyptalandskonungur gaf þjóð sinni þau fyrirmæli, að öllum drengjum, sem fæddust meðal Hebrea, skyldi kastað í fljótið (2Mós 1.22). Þetta gerði hann í því skyni að draga úr fólksfjölgun Ísraelsmanna í Egyptalandi (2Mós 1.12-2.10).

11.26 Krists:Eða “Messíasar.”

11.27 eins og hann sæi hinn ósýnilega:Engill Guðs birtist Móse í eldsloga sem stóð upp af þyrnirunna og Guð talaði við Móse úr runnanum (2Mós 3.1-16). En af hinum ósýnilega, lifandi Guði Ísraelsmanna, skyldu ekki gerð líkneski né neinar eftirlíkingar (2Mós 20.2-6; Jes 45.20-46.7).

11.28 páskar

11.29 Rauðahafið: Í hinni grísku þýðingu Gamla testamentis (Septúagintu) frá því um 250 f. Kr. var hebreska nafnið yam suph þýtt “Rauða hafið”, en merkir orðrétt Sefhafið. Ekki er vitað með vissu, hvar það er. En það kann að vera eitt af flæðiengjunum eða stöðuvötnunum nærri óseyrum Nílar austanverðum. Á þeim slóðum eru bæirnir sem um ræðir í 2Mós 13.17-14.9.

11.30 Jeríkóborgar: Þegar Ísraelsmenn námu land í Kanaan, tóku þeir fyrst hina víggirtu borg Jeríkó, sem var um 16 km. í norðvestur frá þeim stað, þar sem áin Jórdan fellur í Dauðahafið. Í Jós 5.13-6.26 er því lýst, hvernig þeir náðu hinni fornu borg á sitt vald.

11.35 heimtu sína framliðnu úr helju: Eins og Guð reisti Jesú upp frá dauðum, munu einnig þeir sem trúa og treysta Guði verða reistir frá dauða til lífs, samkvæmt guðlegu fyrirheiti. Sjá og “Upprisa”.

11.37 sagaðir í sundur: Í sumum handritum er bætt við “þeirra var freistað” og “þeir voru reyndir.”