3.1 kennarar: Kennsla er ein af náðargáfum heilags anda (Róm 12.6,7); 1Kor 12.27-31). Kennarar voru mjög mikils metnir í frumkirkjunni. En þeir báru líka ríka ábyrgð af því að orð þeirra höfðu áhrif á marga.

3.3 leggjum hestunum beisli í munn: Járnmélin, neðst á höfuðleðri beislis, eru sett upp í hestinn, og taumarnir festir við hringjurnar á þeim. Knapinn heldur um taumana og stjórnar hestinum.

3.4 stýri: Fjöl eða löng og fremur mjó járnplata, fest aftan á skutinn á bátnum. Stöng tengir hana við stjórnvölinn eða stýrishjólið. Þegar hjólinu er snúið gengur stýrið til hægri eða vinstri eftir atvikum og við það breytir báturinn um stefnu ýmist á bakborða eða stjórnborða.

3.6 helvíti:Um „helvíti“ notar höfundur Jakobsbréfsins gríska orðiðgehenna,sem dregið er af hebreska heitinu „Hinnomsdalur.“ Hann er sunnan við Jerúsalem og þar fórnuðu Kanverjar (og frávillingar í Ísrael) guðinum Mólok börnum fyrir eina tíð (Jer 32.35; 3Mós 20: 2-5; 2Kon 23.10). Seinna var farið að brenna þarna sorpi frá Jerúsalem. Á öldinni áður en Jesús fæddist kenndu sumir lærimeistarar gyðinga að vondir menn og illskukindur færu eftir dauðann í stað er líktist Hinnomsdalnum þegar hann stæði í ljósum logum. Í Nýja testamenti er talað um afdrif ranglátra í ríki dauðra (helju), sem er logandi kvalastaður. (Lúk 16.23,24; Opb 20.14). Sjá og „Eldur„.

3.9-10 Drottin okkar og föður: Sjá athugagreinar við 1.1 (Drottins Jesú Krists) og 1.17 (föður).

3.15 speki…djöfulleg: Sjá athugagrein við 1.5. Sú speki, sem kemur ekki að ofan (þ.e. frá Guði) er hér kölluð „jarðnesk“. Jarðnesk speki, sem leiðir aðeins illt af sér, er sögð djöfulleg. Djöfullinn er höfðingi illra anda og óvætta, sem standa gegn Guði og tilbiðjendum hans.