14.1 trúarveikum: Páll á við lærisveina Jesú. Sjá athugagrein við 1.3-4 (sonur Guðs).

14.2 þeirrar trúar að alls megi neyta: Í Róm hafa einhverjir trúað því að ekki mætti eta kjöt. Páll kallar þá trúarveika af því að þeir halda sér enn þá við reglur, siði og sérvisku eins og það aflaði þeim velþóknunar Guðs. Páll ítrekar, að Guð taki öllum opnum örmum burtséð frá matarvenjum þeirra.

14.5 Einn gerir mun á dögum: Einhverjir lærisveinar Jesú í Róm kunna að hafa haldið hvíldardag Gyðinga (sabbatinn) heilagan, auk þeirra hátíða annarra sem lögmál Móse mælir fyrir um. Aðrir hafa ef til vill verið strangir með að eta vissa fæðu eftir því hvaða dagur var. Páll segir, að það verði ævinlega misjafn sauður í mörgu fé; lærisveinar Jesú verði seint allir eins. En þeim beri hins vegar skylda til að umbera hver annan og láta vera að þröngva eigin lífsreglum hver upp á annan.

14.10 verða að standa frammi fyrir dómstóli Guðs: Sjá athugagrein við 2.5.

14.17 heilögum andaSjá athugagrein við 1.3-4 (heilagur andi).

14.20 Allt er að sönnu hreint: Strangar reglur um matvæli giltu í Ísrael (3Mós 11.1-45; 5Mós 14.4-21: 32. 13,14). Þótti Páll væri þess fullviss, að engu skipti hvað lýður Guðs léti ofan í sig, þá var honum jafnljóst að sumt fólk vildi halda áfram að fara að slíkum reglum, eða hlýða fyrirmælum eins og t.d. að sneiða hjá kjöti og drekka ekki vín (14.21). Páll reyndi að fá lærisveinana til þess að virða siði hver annars til þess að ósamkomulag um matarvenjur ylli ekki deilum og núningi þeirra á meðal. Sjá „Hreinsanir (hreint og óhreint)„.

14.23 synd: Sjá athugagrein við 2.15 og „Synd„.