20.1 undirdjúpsins: Sjá athugagrein við 9.1.

20.2 tók drekann…Satan, og batt hann um þúsund ár: Sjá athugagrein við 12.3,4. Á meðan Satan er læstur niðri í undirdjúpinu ríkir friður í þúsund ár. Árafjöldinn er tiltekinn svo í því skyni að gefa til kynna, að lokasigur yfir dauða og djöfli muni ekki vinnast í bráð, jafnvel ekki á tíð lesenda Jóhannesar. Auk þess ber að hafa í huga, að árin þúsund eru mæld á kvarða Guðs en ekki manna (sjá Slm 90.4; 2Pét 3.8).

20.4 hásæti…sálir þeirra sem höfðu verið hálshöggnir:Sjá athugagrein við 4.4-10 (hásæti). Píslarvottar eru þeir kristnir menn nefndir, sem líflátnir voru fyrir þær sakir að þeir prédikuðu fagnaðarboðskapinn um Jesú og neituðu að taka þátt í keisaradýrkuninni. Þeir verða reistir upp á efsta degi og munu ríkja með Kristi.

20.5-6 hinn annar dauði: Sjá athugagrein við 2.11.

20.5-6 prestar: Sjá athugagrein við 1.6.

20.8 Góg og Magóg: Í spádómsbók Esekíels segir frá gjörspilltum stórfurstanum Góg í landinu Magóg og réðist sá gegn Ísraelsþjóðinni úr norðri (Es 38.2-16). Í þessu versi eru þó bæði Góg og Magóg þjóðir og fulltrúar alls veraldlegs valds sem rís gegn Guði og lýð hans.

20.10 díkið elds og brennisteins: Sjá athugagrein við 9.1 (stjörnu er fallið hafði) og 14.10 (vín…brennisteini). Þetta er í annað skiptið, sem djöflinum og hyski hans er varpað í logandi brennisteinsdíkið, og um leið í síðasta sinn.

20.10 dýrið og falsspámaðurinn: Sjá athugagreinar við 13.1 (dýrið); 13.11 (annað dýr) og 16.13 (óhreina anda…falsspámannsins).

20.12 bókinni var lokið upp, það var lífsins bók…hinir dauðu voru dæmdir: Sjá athugagreinar við 3.5 (bók lífsins) og 3.10 (reynslustund). Annars staðar í Nýja testamenti er ritað um það, að Guð muni við endi veraldar dæma heiminn og þá sem í honum búa (sjá Matt 7.22; 13.49,50; 25.31-46).

20.14 hinn annar dauði: Sjá athugagrein við 2.11.