4.1 endurkomu hans og ríki: Sjá athugagrein við 3.1 (á síðustu dögum). Sjá og Fil 3.20;4.5 og “Endurkoman“.

4.4 kynjasögum: Sjá athugagreinar við 2.16-18 og 1Tím 1.3,4.

4.5 fagnaðarboða: Sjá athugagrein við 1.8 (fagnaðarerindisins).

4.6 fórnfært: Prestar í Ísrael færðu dreypifórnir, brennifórnir og heillafórnir á altari musterisins í Jerúsalem. Sjá 4Mós 28.7; 1Kon 9.25; Fil 2.17. Postulinn býst við að ævi hans muni senn á enda runnin.

4.7,8 fullnað skeiðið…sveigur réttlætisins: Þeir sem fóru með sigur af hólmi í íþróttakeppnum til forna hlutu í verðlaun krans úr grænu laufi. Þar kemur, að laufin visna, en sá sigursveigur sem lærisveinar Jesú hljóta að launum fyrir að standa stöðugir allt til enda, hann varir um eilífa tíð. Sjá og 1Kor 9.25; 1Pét 5.4; Opb 3.11.

4.8 á þeim degi: Á degi dómsins, efsta degi. Sjá athugagrein við 4.1.

Heilræði að lokum og kveðjur

Páll heitir á Tímóteus að vitja sín í fangelsinu. Hann nefnir með nafni fólk, sem Tímóteusi er kunnugt, og lætur ýmis fyrirmæli og beiðnir fljóta með. Bréfinu lýkur svo með kveðjum.

4.10 Demas…Dalmatíu: Demes er og nefndur í Kól 4.14 og Flm 24, en Kreskesar er hvergi annars staðar getið í Biblíunni. Títus var einn traustasti samherji Páls (2Kor 7.5-7, 13.-16; 8.1-24; 12.14-18; Gal 2.1-3; Títus 1.4).

4.11-13 Lúkas…Karpusi: Um Lúkas sjá innganginn að Postulasögunni á bls. 2005. Sjá og Kól 4.14; Flm 24. Markús kann að vera Jóhannes Markús, ferðafélagi Páls (Post 12.12,25; 13.13; 15.37-39). Um Týkíkus sjá Post 20.4; Ef 6.21,22;Kól 4.7,8; Tít 3.12. Karpus er hvergi annars staðar nefndur á nafn.

4.13 bækurnar, einkanlega skinnbækurnar: Yfirlitstexta um “Bókrollur” vantar.

4.17 úr gini ljónsins: Ekki er vitað hvort höfundur á hér við ljón í bókstaflegri merkingu eða hvort honum eru í hug mennirnir, sem voru andstæðingar Páls. Sjá og 1Kor 15.32.