3.6 nýs sáttmála: Jeremía spámaður boðaði nýjan sáttmála Guðs við lýð sinn (31.31-33). Efni hans er fyrirgefning synda. Páll hélt því fram, að lögmálið deyddi (Róm 3.20; 7.8-11). Sjá og Róm 1.16,17; 3.19-26.

3.7 Lögmálið: Sjá „Móse„. Þegar Móse kom ofan af Sínaífjalli stóð ljómi Guðs dýrðar af andliti hans (2Mós 34.29-35).

3.9 þjónustan sem sakfellir: Hér á Páll við lögmál Móse (sjá athugagrein við 6. vers).

3.15,16 hvílir skýla yfir hjörtum þeirra: Páll segir, að Ísraelsmenn hafi ekki vitað, til hvers lögmál Móse var. „Skýlan“ verði því aðeins tekin burt, að menn túlki lögmálið í ljósi trúarinnar á Jesú Krist.