21.7 ösnuna:Enn þá þarfari þjónn Ísarelsmanna en bæði hross og úlfaldar var asninn, sem notaður var bæði til dráttar og burðar. Asnar voru líka látnir ganga í hringi og knýja mylluhjólið, þegar korn var malað.

21.8 breiddu klæði….hjuggu greinar:Með þessum hætti, og ýmsum öðrum, fögnuðu menn góðum gesti á tímum Nýja testamentisins.

21.9 Sonur Davíðs:Sjá athugagrein við 9.27. Sjá og Slm 118.25,26. Hósanna:Hebreskt orð, sem gæti þýtt „bjarga oss.“ Menn lustu upp þessu ópi til þess að lofa Guð.

21.11 Nasaret í Galíleu:Heimabær Jesú í norðurhluta Palestínu.

21.12helgidóminn:Sjá athugagrein við 24.1,2.

21.15Sonur Davíðs: Sjá athugagrein við 9.27. Sjá og Slm 118,.25,26.

21.17 Betaníu:Lítill bær við rætur Olíufjallsins, rúma þrjá kílómetra austan við Jerúsalem. Vinir Jesú, systkinin Marta, María og Lasarus áttu þar heima og þar reisti Jesús Lasarus upp frá dauðum (sjá Jóh 11). Núna heitir Betanía El-‘Azariyeh eftir Lasarusi og er gröf hans þekkt að sögn.

21.19 fíkjutré:Sjá athugagrein við 7.16.

21.3 æðstuprestarnir og öldungarnir:Sjá athugagrein við 20.18 og greinina „Mannlíf og landshættir á tímum Jesú: Þjóðir, valdhafar og stjórnmál“.

21.25 Jóhannesi: Jóhannes skírari. Sjá „Jóhannes skírari“.

21.31 tollheimtumenn: Sjá athugagrein við 5.46.

21.33 víngarð:Sjá athugagrein við 20.1. Sjá og Jes 5.1,2.