7.1 farísear og nokkrir fræðimenn, komnir frá Jerúsalem: Sjá athugagreinar við 2.16 (Farísear), 12.38 (Lögmálskennarar) og 1.5 (Jerúsalem). Kenning Jesú og kraftaverk höfðu ekki farið fram hjá leiðtogum gyðinga í Jerúsalem og nú voru þeir komnir norður til þess að hlýða á hann.

7.2 vanhelgum, það er óþvegnum, höndum: Lögmál Móse mælti svo fyrir að öll fæða yrði óhrein ef menn snertu hana eftir að hafa farið höndum um eitthvað það annað, sem óhreint var talið. Gyðingum var því skylt að þvo sér um hendurnar áður en þeir settust að snæðingi.

7.3 þvoi hendur sínar: Á grískunni stendur þvoi „pygme“ sem getur merkt „með hnefanum“, en merkingin er óljós. Gæti líka þýtt „upp að úlnlið“ eða „upp að olnboga.“

7.4 hreinsa bikara, könnur og eirkatla: Hin munnlega erfikenning sem gyðingar höfðu í heiðri við hlið lögmálsins mælti svo fyrir að hvaðeina sem keypt væri á markaðinum og auk þess allt það sem kynni að vera óhreint af því að það hefði komið við það sem talið var óhreint, skyldi þvegið. Einkum gilti þetta um það sem komst í snertingu við mat og drykk. Væri óhrein fæða sett á disk varð allt óhreint sem á hann kom. Sjá „Hreinsanir (hreint og óhreint)“.

7.6 Jesaja: Sjá athugagrein við 1.2.

7.11 ég gef það til musterisins: Það var ófrávíkjanleg regla hjá gyðingum, að segðust þeir hafa gefið eitthvað Guði, mátti aldrei ráðstafa því öðru vísi. Fræðimennirnir sögðust hafa gefið allar eigur sínar Guði. Því gætu þeir ekki notað það með öðrum hætti, ekki einu sinni foreldrum sínum til aðstoðar.

7.15-16 inn í hann…út frá honum: Lögmál Móse mælti svo fyrir að það sem menn legðu sér til munns eða snertu gæti gert þá óhæfa til þátttöku í helgihaldinu. Jesús hélt því aftur á móti fram, að engin fæða gerði menn óhreina heldur hitt, sem þeir segðu, því að af orðunum mætti ráða í trú þeirra. Sjá „Hreinsanir (hreint og óhreint)“.

7.24 byggða Týrusar: Sjá athugagrein við 3.7,8.

7.25 óhreinan anda: Sjá athugagrein við 3.30.

7.26 ættuð úr Fönikíu sýrlensku: Konan var heiðingi (svo nefndu gyðingar aðrar þjóðir). Fönikía var mjó landræma við vestanvert Miðjarðarhafið. Íbúarnir voru margir farmenn, kaupmenn og fiskimenn og fæstir þeirra gyðingar.

7.27 kasta því fyrir hundana: Á þessum tímum var ekki óalgengt að gyðingar uppnefndu heiðingja og kölluðu þá hunda.

7.29 illi andinn: Sjá athugagrein við 3.30.

7.31 um Sídon…til Galíleuvatns: Nánar um Sídon í athugagrein við 3.7,8. Sjá og mynd á bls. 1879.

7.31 Dekapólisbyggðir: Sjá athugagrein við 5.20.

7.34 Effaþa: Orð úr arameísku, tungunni sem töluð var í Palestínu í þennan tíma.

7.36 bannaði þeim að segja þetta neinum: Sjá athugagrein við 1.44.