5.2 lagði sjálfan sig í sölurnar…sem fórnargjöf: Sjá athugagrein við 1.7,8.

5.5 hjáguði: Falsguðir, skurðgoð, goðamyndir sem dýrkaðar voru sem guðir í heiðnum dómi. Margir Efesusmanna tilbáðu gyðjuna Artemis. Ágirnd og saurlifnaður bera vott um grimmt og guðlaust hjarta og eru því engu betri en hjáguðadýrkun.

5.14 Vakna þú…Kristur lýsa þér: Hér kann að vera brot úr kristnum sálmi eða skírnarformála, sem minnir á Jes 26.19 og 60.1.

5.18 Fyllist heldur andanum: Sjá athugagrein við 1.13 (heilags anda). Þau sem lifa í andanum með Guði sneiða hjá reiðinni (4.26), varast fúkyrði (4.29; 5.4) og lastmæla ekki (4.31). Þau forðast ágirnd og lauslæti (5.3) og neyta áfengis í hófi (5.18).

5.21-25 Sýnið Kristi lotningu og hvert öðru auðsveipni: Í samtíð Páls postula giltu ýmis óskráð lög um samskipti fólks innan fjölskyldunnar og á heimilinu. Höfundur Efesusbréfsins talar máli jöfnuðar og hvetur lærisveina Jesú til þess að sýna hver öðrum auðsveipni (láta að vilja annarra). Sjá og Kól 3.19; 1Pét 3.7; Gal 3.28,29.

5.26 hreinsa hana í vatnslauginni: Hér kynni að vera vísað til skírnarinnar (sjá athugagrein við 4.4-6).

5.28 elska: Hér ræðir um þá skyldu að elska náunga sinn eins og sjálfan sig, og maka sinn þar með talinn (sjá 3Mós 19.18). Jesús áréttar þetta í Matt 19.19 og 22.39, sem og Páll postuli í Róm 13.9.