22.1 hátíð ósýrðu brauðanna…páskar: Tvær stórhátíðar Gyðinga. Sjá “Páskar og hátíð ósýrðu brauðanna”.

22.2 æðstu prestarnir og fræðimennirnir: Sjá athugagrein við 19.47.

22.3 Satan í Júdas: Sjá athugagrein við 4.3.

22.3 fór Satan í Júdas sem kallaður var Ískaríot: Júdas er grískur ritháttur á hebreska nafninu Júda, sem gæti bent til þess að viðkomandi væri frá Júdeu. Margar skýringar eru til á seinna nafninu, Ískaríot. Það gæti þýtt “maðurinn frá Karíot” (staðarnafn í Júdeu) eða “svikarinn” eða “lygarinn.” Sumir fræðimenn telja að nafnið geti verið skylt orðinu “sicarii,” en svo kallaðist flokkur drápsmanna sem beitti hnífum, enda hafi Júdas tilheyrt flokki er nefndist “Selótar” og barðist gegn Rómverjum. Júdas sá um fjármál Jesú og postulana tólf (Jóh 12.5,6). Lúkas segir hér að Satan hafi farið í Júdas. Satan yfirgaf Jesú (Lúk 4.13) en er nú snúinn aftur til þess að koma Júdasi til þess að svíkja meistara sinn.

22.4 æðstu prestana og varðforingjana: Æðstu prestarnir og fleiri fyrirmenn sátu í ráði, sem Rómverjar heimiluðu stjórn ýmissa innanlandsmála. Hér er þó ekki átt við æðsta prestinn (sjá athugagrein við 3.2; 22.54). Vörðurinn var nokkurs konar lögregla Gyðinga sem gætti musterisins og hafði eftirlit með aga og reglu á musterissvæðinu.

22.7 dagur ósýrðu brauðanna…páskalambinu: Sjá athugagrein við 22.1 og “Páskar og hátíð ósýrðu brauðanna.”

22.10 maður sem ber vatnsker: Vatnsburður var kvenmannsverk, svo að maðurinn hefur skorið sig úr fjöldanum. Hann kanna að hafa verið þræll í eigu auðugrar fjölskyldu.

22.13 Þeir fóru: Átt er við postulana Pétur og Jóhannes (sjá 8. vers). Sjá athugagreinar við 5.8 (Símon Pétur), 5.10 (Jakob og Jóhannes), 8.51 og 9.28 (Pétur, Jakob og Jóhannes).

22.16 Guðs ríki: Sjá athugagrein við 4.43.

22.19 brauð: Brauðið sem bakað var fyrir páskamáltíðina og hátíð ósýrðu brauðanna.

22.20 nýi sáttmáli: Guð gerði sáttmála við Móse þegar hann afhenti honum lögin, sem Ísraelsmenn skyldu fara eftir. Jesús segi hér, að Guð sé í þann veginn að stofna nýja sáttmála (sjá Jer 31.31-34; 2Mós 24.8). Nýi sáttmálinn gildir fyrir alla menn. Sjá “Kærleikur Guðs frelsar (Hjálpræði)”.

22.22 Mannssonurinn: Sjá athugagrein við 5.24.

22.25 velgjörðamenn: Gríska orðið notuðu valdhafar stundum um sjálfa sig og vildarvini sína.

22.30 í ríki mínu: Sjá athugagrein við 4.43.

22.30 tólf ættkvíslir Ísraels: Jakobi, sonarsyni Abrahams og Söru, var af Guði gefið nafnið Ísrael (sjá 1Mós 32.22-30). Hinar tólf ættkvíslir Ísraels heita eftir jafnmörgum sonum Jakobs (1Mós 35.23-26). Jósef, sonur Jakobs, var forfaðir tveggja ættkvísla, þeirra Manasse og Efraím. En Leví ættkvísl fékk ekkert ákveðið hérað til búsetu; hún skyldi vera sérstök prestaættkvísl. Sjá og “Frá Jósúa til útlegðarinnar: Ísraelsmenn í fyrirheitna landinu” á bls. 906.

21.31 Símon: Sjá athugagrein viðar við 4.38 og 5.8.

22.31 sælda yður eins og hveiti: Sjá athugagrein við 3.17.

22.36 pyngju…mal…sverð: Allt nauðsynlegt að taka með í svaðilför. Jesús sagði lærisveinum sínum að vera viðbúnir öllu. Þeir munu hafa skilið hvað hann átti við (sjá 22.49-51).

22.39 Olíufjallsins: Sjá athugagrein við 19.28,29.

22.42 kaleik: Orðið kaleikur merkir oft sama og þjáning, mótlæti. Jesús vissi að það var fyrirætlun Guðs að hann ætti að þjást og deyja (sjá 9.22; 18.31-33; 22.20-22).

22.43 engill af himni: Sjá athugagrein við 2.13-15.

22.43,44 engill af himni…eins og blódropar: Þessi vers tvö vantar í sum handrit.

22.47 Júdas: Sjá athugagrein við 22.3.

22.52 æðstu prestana, varðforingja helgidómsins og öldungana: Sjá athugagreinar við 22.4 og 19.47.

22.53 máttur myrkranna: Myrkur táknar vald djöfulsins og hins illa.

22.54 hús æðsta prestsins: Sjá athugagrein við 3.2 (Kaífas). Ráðið sem yfirheyrði Jesú kann að hafa komið saman heima hjá Kaífasi æðsta presti.

22.59 Galíleumaður: Sjá athugagrein við 1.26 (Galílea). Pétur var Galíleumaður og þeir munu hafa haft nokkuð annan framburð en landar þeirra í Jerúsalem.

22.66 Þegar dagur rann……létu færa hann fyrir ráðsfund sinn: Ráðið skipuðu fulltrúar flokka Gyðinga (sjá athugagreinar við 19.47; 22.4; 22.54). Rómverjar heimiluðu ráðinu að rannsaka brot gegn lögmáli Móse. Þar eð lögmálið leyfði ráðsherrunum ekki að hafast að kvöldtíma var Jesús leiddur fyrir þá snemma morguns. Móselög kváðu svo á að framburð tveggja vitna þyrfti til þess að dæma mann til dauða og taka af lífi (5Mós 19.15).

22.67 Kristur: Sjá athugagreinar við 2.11 og 3.15.

22.69 Mannssonurinn: Sjá athugagrein við 5.24.

22.70 sonur Guðs: Sjá athugagrein við 1.35.