5.1 jarðnesk tjaldbúð okkar: Lífi mannsins í heiminum er hér líkt við ferðalag. Líkamir mannanna eru forgengilegir; þeir tjalda til einnar nætur. Þegar maðurinn deyr og líkami hans verður að engu fær Guð honum nýjan, andlega líkama (1Kor 15).

5.5 anda sinn: Sjá athugagrein við 1.22.

5.12 sem hrósa sér: Meðal Korintumenn voru þeir, sem mikluðust af eigin ágæti, en áfelltust Pál og breiddu það út, að hann væri ekki með öllum mjalla (5.13)

5.14 Ef einn er dáinn: Jesús dó fyrir alla menn. Þeir sem trúa á hann eru dánir syndinni og hafa eignast nýtt líf. Sjá og Róm 5.6-8; 6.3-11.

5.16 Þótt ég og hafi þekkt Krist sem mann: Þessi orð ber trúlega að skilja svo, að Páll var fyrr á árum meðal þeirra sem ofsóttu lærisveina Jesú. Sjá Fil 3.6; Post 8.1-3 og 9.1,2.

5.18 Guði, sem sætti mig við sig fyrir Krist og gaf mér þjónustu sáttargerðarinnar: Dauði Jesú máði út syndina og kom að nýju á sáttum milli Guðs og manna. „Sáttargerð“ er stundum þýtt með orðinu „friður“.