12.1 dæmisögu:Sjá athugagrein við 4.2.

12.1 víngarð:Vínber eru ræktuð í víngörðum. Vínvirðurinn þarf mikillar hirðingar við. Visnar greinar eru sniðnar af og það þarf að losa um moldina og reita illgresi. Margir verkamenn komu að þessu. Víngarðar voru oftast í grýttum fjallshlíðum og utan um þá var hlaðinn grjótveggur. Á einum stað var gjarnan hár varðturn, þaðan sem auðvelt var að vaka yfir dýrmætri uppskerunni. Vínþrúgurnar voru kramdar í sérstakri þró, vínþröng, sem höggvin var niður í klett.

12.12 Þeir:Sjá 11.27 og athugagrein við 8.31 (öldungarnir, æðstu prestarnir og farísearnir).

12.13 farísea og Heródesarsinna:Sjá athugagreinar við 2.16 (farísear) og 3.6 (Heródesarsinnar).

12.14 gjalda keisaranum skatt: Gyðingar í Palestínu voru skattskyldir Rómverjum, sem réðu lögum og lofum í landi þeirra. Keisarinn í Róm var æðstur valdamanna ríkisins. Hefði Jesús svarað spurningunni neitandi, hefði mátt kæra hann fyrir óhlýðni við rómversku yfirvöldin.

12.16 pening:Denar var mynt með mynd af Tíberíusi keisara öðrum megin. Hinum megin var þessi áletrun: Tíberíus keisari Ágústus, sonur hins guðdómlega Ágústusar.” Gyðingar greiddu keisaranum skatta í þessari myng.

12.18 Saddúkear:Þeir voru auðugir gyðingar og höfðu náið samstarf við prestana. Nafn flokksins er trúlega dregið af “Zadok”, en svo hét helsta prestafjölskyldan (2Sam 20.25; 1Kon 1.39-45). Saddúkear héldu því fram, að mikilvægast af öllu væri að sækja musterið og færa þar fórnir. Farísear trúðu því, að hugsanlega væri líf eftir dauðann, en Saddúkear höfnuðu þessu á þeirri forsendu að ekkert væri á það minnst í lögmáli Móse (Post. 23.8). Sjá athugagrein við 10.17.

12.19 bróðir hans ganga að eiga ekkjuna: Ef kvæntur maður dó barnlaus var til siðs í Ísrael til forna að einhver bræðra hans tæki að sér að ganga að eiga ekkjuna. Færi svo, að bróðirinn og ekkjan eignuðust börn, skyldi litiðá hið elsta þeirra sem barn látna mannsins og það bera nafn hans svo tryggt yrði, að af honum yrðu ættir að kalla mætti. Þessu ákvæði var ekki lengur jafn stranglega framfylgt á dögum Jesú og verið hafði áður. Samt beittu Saddúkear því fyrir sig (5Mós 25.5-10) er þeir spurðu Jesú um líf eftir dauðann.

12.25 Þegar menn rísa upp frá dauðum…englar: Sjá athugagrein við 10.17 (eilíft líf) og 1.13 (Satan…englar). Jesús segir líf eftir dauðann gerólíkt því lífi, sem lifar er á jörðunni.

12.27 Ekki er hann Guð dauðra: Jesús heldur því fram, að sé Guð sá sem tilbeðinn var af Abraham, Ísak og Jakobi (12.26), sem Guð gerði sáttmála við í fyrndinni, þá hljóti þeir með einhverjum hætti að lifa enn, þar eð Guð er Guð lifenda.

12.28 fræðimaður einn…svarað þeim (Saddúkeunum) vel:Sjá athugagreinar við 12.38 (fræðimennina) og 12.18 (Saddúkear).

12.33 brennifórnum og sláturfórnum: Þegar musterið í Jerúsalem var enn við lýði, áður en Rómverjar lögðu það í rúst árið 70 e.Kr., skyldu rétttrúaðir Gyðingar koma þangað og færa fórnir. En ýmsir spámannanna í Ísrael minntu og á nauðsyn þess að menn hjálpuðu hver öðrum (stunduðu réttlæti); sjá Jes 1.10-17; Hós 6.6 og Amos 5.21-24.

12.34 Guðs ríki: Sjá athugagrein við 1.15.

12.35 helgidóminum: Sjá athugagrein við 13.1.

12.35 fræðimennirnir: Sjá athugagrein við 12.38.

12.35 Kristur sé sonur Davíðs: Sjá athugagreinar við 8.29 (Messías) og 10.47 (Sonur Davíðs).

12.36 heilögum anda…til hægri handar: Sjá athugagreinar við 1.8 (Heilagur andi) og 10.37 (hægri handar).

12.37 Davíð…sonur hans: Sjá athugagrein við 10.47.

12.38 fræðimennina: Þeir voru lærimeistarar, sem rannsökuðu ritningarnar (lögmál Móse) og kenndu öðrum að lifa samkvæmt lögmálinu. Lögmálið er að finna í fyrstu 5 ritum Gamla testamentis, Mósebókunum svonefndu.

12.38-40 síðskikkjum…langar bænir: Jesús nefnir hér sitthvað það, sem fræðimennirnir höfðust að til þess að láta taka eftir sér. Síðskikkjurnar voru yfirhafnir, sem klæðst var við bænagjörð og helgiathafnir. En svo er að sjá, að fræðimennirnir hafi líka gengið í þeim á götum úti til þess að vekja á sér athygli. Ennfremur vildu þeir sitja í hefðarsætum í veislum og flytja langar bænir í því skyni að þeir yrðu taldir öðrum mönnum mikilvægari fyrir augliti Guðs. Sumir þeirra þágu af ekkjum háar peningagreiðslur fyrir ráðgjöf og fyrirbæn. Þess voru og dæmi, að ekkjurnar gæfu þeim jafnvel hús sín.

12.41 fjárhirslunni: Fjárhirslur voru keilumynduð ílát í forgarði kvennanna í musterinu og vissi mjórri endinn niður.

12.42 tvo smápeninga…eins eyris virði: Þessar myntir hafa verið grískir peningar, svonefndur lepton, smæsta mynteiningin. Höfuðatriðið er, að hin fátæklega gjöf ekkjunnar var aleiga hennar.