13.1-3 Jesús….settist við vatnið…talaði margt til þess í dæmisögum: Lærimeistarar í Palestínu sátu yfirleitt meðan þeir voru að kenna. Jesús sagði oft sögur, sem kallaðar eru “dæmisögur”, þegar hann vildi koma mikilsverðu efni til skila. Sjá og “Sögur (dæmisögur)”.

13.4 Sáðmaður gékk út að sá:Þegar búið var að brjóta jörðina, sáði bóndinn niður korni sínu í akurinn með því að kasta hnefafylli í einu. Sumt af því varð strax fuglum að bráð. Annað visnaði í sólskininu eða féll meðal illgresis. Að sáningu lokinni var sáðkornið plægt niður í moldina ásamt með kornstönglastubbum, sem eftir höfðu orðið við síðustu uppskeru, en þeir urðu áburður er þeir rotnuðu.

13.11 himnaríkis: Sjá athugagrein við 3.2.

13.31 mustarðskorni:Þetta örsmáa svarta korn (sinnep) var notað til þess að geyma matvæli og bragðbæta. Í því er olía og það var líka notað sem lyf. Mustarðjurtin verður ekki eins hávaxin og mörg önnur tré, en getur þó orðið hærri en meðalmaður. Stundum verður stofninn á við handlegg manns að gildleika.

13.33 súrdeigi:Ger er agnarlítill gulur sveppur. Þegar hann er settur saman við hveiti og vatn, lyftir deigið sér, þannig að ekki verður úr flatbrauð þegar bakað er. Þetta er kallað súrdeig. Brauð án gers er hins vegar nefnt “ósýrt brauð”. Það er næfurþunnt og var borið fram við sérstök tækifæri eins og t.d. á páskum. Sjá og athugagrein við 26.2.

13.35 Slm 78.2.

13.35 spámanninn:Í sumum handritum: “spámanninn Jesaja.”

13.36 fór inn:Eða “fór heim.”

13.37 Mannssonurinn: Sjá athugagrein við 8.20.

13.39 endir veraldar:Líklega dómsdagur (sjá athugagrein við 7.22). Matteus dregur upp mynd af degi í framtíð þegar Drottinn dæmir heimsbyggina og greinir á milli réttlátra og ranglátra.

13.47 neti sem lagt er í sjó og safnar….fiski: Sjá athugagrein við 4.18.

13.47 tala við þig: 47. vers vantar í sum handrit.

13.50 eldsofninn:Málagjöldum illgjörðarmanna lýst með myndmáli (átt við ástand fremur en stað.) Sjá athugagrein við 5.22 (eldsvíti).

13.54 ættborg…samkundu:Samkunduhúsið í Nasaret. Sjá athugagrein við 4.23. Sjá og “Samkundurnar”.