2.1  Heródes: Heródes mikli.  Hann varð fyrst landstjóri í Galíleu þegar Rómverjar hernámu Palestínu.  Um það bil 37 f. Kr. var hann krýndur konungur Júdeu, Galíleu, Samaríu og landsins fyrir austan ána Jórdan.  Skjalfest er að hann hafi dáið árið 4 f. Kr. (sjá einnig Matt 2.19). Heródes endurbyggði borgirnar Sesareu og Jeríkó og vildi afla sér vinsælda gyðinga með því að reisa við musterið í Jerúsalem.

2.1  vitringar:  Þeir eru á grísku nefndir magoiog kunna að hafa verið stjörnuspekingar frá Austurlöndum. Eins og fleiri sem lásu í stjörnurnar töldu þeir að ný stjarna kviknaði á himninum þegar mikill leiðtogi fæddist.

2.2 stjörnu hans renna upp: eða “stjörnu hans í austri.”

2.4  æðstuprestum og fræðimönnum:  Æðstuprestarnir tilheyrðu þeim hópi manna, er með völdin fóru í musterinu í Jerúsalem. Fræðimennirnir voru lærðir Gyðingar, sem kenndu lögmál Móse (fyrstu fimm bækur Gamla testamentis) og leiðbeindu um það hversu lifað skyldi eftir kenningunni.

2.6 Míka 5.2.

2.8 ég geti einnig komið og veitt því lotningu:  Hér talar Heródes um hug sér, eins og sést af 2.3 og 2.16. Sjá einnig Jer 31.15.

2.11reykelsi og myrru:  Reykelsi er hvítt kvoðukennt efni, sem verður til í vissum trjátegundum í Arabíu.  Úr þessu er framleitt verðmætt, ilmandi duft sem notað var í helgihaldi Gyðinga (2Mós 30:34-38).   Myrra er dökkrauð kvoða sem lyktar mikið og beisk á bragðið, unnin úr runnagróðri í Arabíu og Afríku.  Hún var mulin í salla, sem notaður var til þess að búa til dýr smyrsl og ilmvötn.

2,15Hós 11.1.

2.22  Arkelás réð ríkjum í Júdeu í stað Heródesar, föður síns:  Arkelás var einn sona Heródesar mikla.  Rómverjar skipuðu hann landstjóra Mið- og Suður-Palestínu og landsins fyrir austan ána Jórdan.  Þar hélt hann um stjórnartaumana frá því að faðir hans safnaðist til feðra sinna árið 4 f. Kr. og þangað til árið 6 e. Kr. Þar eð Arkelás réði engu í Galíleu gat Jósef verið þar óhultur með Maríu og barnið Jesú.

2.22,23  Galíleubyggða…..Nasaret:  Galílea hét héraðið fyrir vestan ána Jórdan og Galíleuvatnið.  Það tilheyrði fyrrum Norðurríki Ísraels.  Seinna réðu því Assýringar, Babýlóníumenn, Persar, Grikkir og Sýrlendingar.  Rómverjar innlimuðu Galíleu í heimsveldi sitt og ríktu þar um jarðvistardaga Jesú. Nasaret var lítill bær, sem aldrei er nefndur á nafn í Gamla testamenti.

2.23  Nasarei:  Merking þessa orðs er óljós.  Það kann að vera komið af hebresku orði, sem þýðir “grein” eða “sproti” (Jes 11.1).  Matteus gæti átt við að Jesús yrði nefndur “kvistur af stofni Ísaí”, en Ísaí var faðir Davíðs konungs. Markús 1.24; Lúkas 2.39; Jóh 1.45.

2.23 Þessa tilvitnun í spámennina er hvergi að finna í Gamla testamenti.