3.1 þið…eruð uppvakin með Kristi: Sjá athugagrein við 2.12.

3.1 við hægri hönd Guðs: Heiðurs- og virðingarsess, ætlaður tignum valdsmanni, var konunginum til hægri handar.

3.4 Þegar Kristur…opinberast: Páll ritar iðulega um endurkomu Krists í bréfum sínum (1Kor 1.8,9; 15.20-28; 1Þess 4.13-18; Fil 1.6; 3.20,21). Sjá “Endurkoman“.

3.5 hórdóm…skurðgoðadýrkun: Þeir sem eiga lífið nýja í Kristi skulu ekki lifa því kynlífi sem bannað er í lögmáli Móse og þeim ber líka að forðast ósæmilegar hugsanir og hvatir (Matt 5.27,28,31,32; Róm 1.24-27; 1Kor 5.1-5; Gal 5.19; Ef 5.3). Þá verður þess hvarvetna vart í Biblíunni, að ágirnd er talin síst skárri en skurðgoðadýrkun (Matt 6.24; Ef 5.5).

3.9 afklæðist hinum gamla manni: Kólossumenn höfðu iðkað ýmislegt það sem andstætt var vilja Guðs og hinu nýja lífi í Kristi. Það hefur trúlega verið það sama og Páll átaldi Korintumenn fyrir (1Kor 5.6; 10,11).

3.10 sem Guð er að skapa að nýju: Hér ræðir Páll um Guð, föður almáttugan, skapara himins og jarðar (1Mós 1.1-2.4). En Kristur “skapar” líka nýja menn með gjöf heilags anda (Róm 3.11; 8.9; Fil 2.13).

3.11 grískur maður né Gyðingur…útlendingur…frjáls maður: Sjá athugagrein við 1.27 (Heiðnar þjóðir). Sjá og athugagrein við 2.11 (umskurn).

Útlendingar voru ekki mæltir á grísku og var af þeim sökum litið niður á þá. Skýtar voru þjóðflokkur úr Kákasusfjöllum á milli Svartahafs og Kaspíahafs. Þér réðust oft á nágranna sína í suðri og voru alræmdir fyrir grimmd.

Nánar um stéttaskiptingu í rómverska heimsveldinu sjá “Mannlíf og landshættir á tímum Jesú: Þjóðir, valdhafar og stjórnmál“og “Þrælar og þjónustufólk á dögum Jesú“.

3.15 einum líkama: Líkaminn er kirkjan, líkami Krists. Sjá athugagrein við 1.18.

3.18,19 Konur…eiginmönnum: Eiginkonan hefur mann sinn í heiðri. Á sama hátt elskar eiginmaðurinn konu sína eins og Kristur elskaði kirkjuna. Sjá 1Pét 3.7; Gal 3.28,29; Ef 5.22-25.

3.22-4.1 Þrælar…Þið sem eigið þræla: Sjá athugagrein við 3.11 (grískur maður né Gyðingur). Þegar þræll þjónar húsbónda sínum, segir Páll, þá þjónar hann um leið Kristi. Vondir menn munu taka út sína refsingu, og þá ekkert síður vondir þrælahaldarar.