16.6 hundrað kvartil viðsmjörs: Kvartil (lítil tunna) er “batos” á grísku (skylt hebreska orðinu “bath”). Kvartil tók um 40 lítra.

16.7 hundrað kvartil: Hundrað skeppur (mæliker), sem hver tekur um 12 kg. Þó er erfitt að segja til um það nákvæmlega, hve mikið magn hér um ræðir.

16.8 börn þessa heims…börn ljóssins: “Börn þessa heims” hlýða ekki Guði og standa í gegn fyrirætlunum hans. Sums staðar í Nýja testamenti er “heimurinn” talinn vondur og í andstöðu við Guð (Róm 12.2; Gal 4.3; Jak 1.27). Í Biblíunni stafar ljósi frá þeim mönnum og hlutum sem birta sannleika Guðs (sjá Jes 49.6; Jóh 1.3,4). Lærisveinar Jesú og meðhaldsmenn eru líka nefndir “börn ljóssins” (Jóh 12.36; Ef 5.8).

16.9 rangláta mammon: Jesús á ekki við að peningar séu í sjálfu sér vondir, heldur að stundum efnist menn með því að hafa rangt við. Fjármuni og eignir má líka nota til þess að afla vina og þjóna öðrum í kærleika. Peningar geta gengið til þurrðar, en Guð hefur nokkuð að bjóða sem er margfalt dýrmætara: samastað hjá sér sem aldrei mun á grunn ganga (eilíft líf).

16.14 farísearnir: Sjá athugagrein við 5.17.

16.16 Jóhannesar: Jóhannes skírari (sjá Lúkas 3).

16.16 Lögmálið og spámennirnir: Lögmál Móse er fimm fyrstu bækur Biblíunnar. Þar er sögð hin forna saga af Guðs lýð, en þar lesum við líka um reglurnar sem Guð lét Móse í té um það hvernig við eigum að haga lífi okkar. Spámennina köllum við spádómsritin sem sérlegir sendiboðar Guðs létu frá sér fara. Sjá og Matt 11.12,13 og athugagrein við Matt 5.17.

16.18 drýgir hór: Í gríska textanum er einmitt notað orð, sem merkir að vera maka sínum ótrúr.

16.22 í faðm Abrahams: Sumir Gyðingar settu sér eilífa lífið fyrir sjónir líkt og veislu haldna þeim af Guði. Í þeim fagnaði væri Abraham í öndvegi og heiðursgestinum yrði skipað til sætis hið næsta honum. Sjá “Eilíft líf” á bls. 1976.

16.23 helju: Í hugum Gyðinga var helja staðurinn þar sem dauðir bíða refsingar. Sjá athugagrein við 12.5 og “Helvíti”.

16.29 Móse og spámennina: Sjá athugagrein við 16.16.

16.31 Ef þeir hlýða ekki: Sumir, þar á meðal margir faríseanna, munu ekki láta sannfærast af boðskap Jesú, jafnvel ekki eftir að hann rís upp frá dauðum.