Starf Jesú undirbúið

Jóhannes skírari hvetur fólk til þess að snúa sér til Guðs og búa sig undir komu Jesú, sem sendur er af Guði.  Jesús er skírður af Jóhannesi og síðan freistað af djöflinum í eyðimörkinni.

3.1  óbyggðum Júdeu:  þetta flæmi náði um 32 kílómetra í austur frá hásléttunni þar sem Jerúsalem og Betlehem eru og niður að ánni Jórdan og Dauða hafinu.  Sjá kort á bls. 2375.

3.2  himnaríki:  orðið er haft um eilíft ríki Guðs.  Hásæti hans er á himnum, þótt veldi hans drottni yfir alheimi.  Jesús segir að konungdómur Guðs verði algjör í framtíð (24.14,30). Orðið “guðsríki” hjá Markúsi og Lúkasi hefur sömu merkingu. himnaríki er í nánd:  Eða “himnaríki er þegar komið.”

3.3 Jes 40.3 (Septúaginta).

3.42Kon 1.8.

3.7 farísear og saddúkear:  Sjá athugagrein við 16.1.  Sjá og Matt 12.38;  Lúkas 11.16. Matt 12.34; 23.33.

3.9,10Jóh 8.33; Matt 7.19.

3.11 bera skó hans:  Það var verk þjónustumanns eða þræls að bera skó húsbónda síns.  Jóhannes gefur til kynna að hann sé ekki verður þess að þjóna Jesú, ekki einu sinni með því að bera skó hans.

3.12 varpskófluna…hismið:  Kornöxin voru lögð á klöpp sem kölluð var þreskivöllur.  Uxi dró síðan þungan sleða yfir þau til þess að skilja hismið frá hveitinu.  Stór kvísl var svo notuð til þess að kasta hvoru tveggja saman upp í loftið.  Hismið var létt og golan feykti  því burt. En hveitið féll aftur til jarðar og var safnað saman.

3.16  Jesús….skírður:  Jóhannes prédikaði og skírði í því skyni að fá fólk til þess að taka sinnaskiptum (þ.e. snúa sér til Guðs að nýju) og hljóta fyrirgefningu synda sinna (Lúkas 3.3). Þótt Jóhannes teldi Jesú ekki þurfa þessa með, sagðist Jesús samt fyrir alla muni vilja þiggja skírn af honum, enda væri það vilji Guðs.  Sjá Skírn í orðtakasafni.

3.17 1Mós 22.2;  Slm 2.7; Jes 42.1; Matt 12.18; 17.5; Markús 1.11; Lúkas 9.35.