Ávarp og fyrirbæn

Júdas, þjónn Jesú Krists, heilsar kristnum mönnum, sem ekki er vitað hverjir voru, og biður þess að miskunn, friður og kærleiki margfaldist með þeim.

1  Júdas, þjónn Jesús Krists, bóðir Jakobs:  Júdas, eða Júda, var algengt nafn meðal Gyðinga.  Júdas þessi kallar sig þjón Jesú Krists.  „Kristur“ er sama og gríska orðið christos,  en það er á hebresku „Messías“, sem þýðir „hinn smurði“ eða „hinn útvaldi.“ Það er messíasar-titill Jesú og má ýmist hafa á undan nafni hans eða á eftir.  Sjá „Messías (hinn útvaldi)“ á bls. 1086.

Guð faðir:   Jesús kallaði Guð föður sinn (sjá t.d. Jóh 3.35; 5.20-30;  15.1,16; 17). Páll talar líka um „föður vorn“ í mörgum bréfa sinna (1Kor 1.3; Gal 1.3;  Fil 1.2).

Verjum trúna fyrir falskennendum.

Júdas brýnir fyrir hinum kristnu að verja hina sönnu trú fyrir þeim, sem með villukenningum leiða afvega og lifa í siðleysi.  Hann líkir þeim „óguðlegu“ við þá Ísraelsmenn fyrri tíðar, er ekki trúðu. Þeim, sem illverk fremja, verður refsað harðlega.

hjálpræði okkar…berjast fyrir þeirri trú:   Hjálpræði (á grísku „sótería“) táknar í Biblíunni allt það sem Guð hefur gert og gerir enn til þess að frelsa mennina frá illum öflum,  synd og dauða.  Fyrir heilagan anda hlotnast þeim hjálpræði (sáluhjálp),  sem trúa á Jesú og játa að hann sé sonur Guðs og frelsari heimsins.  Heilagur andi glæðir  kærleikann til Guðs og manna og kemur til leiðar því líferni sem Guð væntir af börnum sínum (Róm 4.9-13; Gal 5.22,23).

Fyrir löngu var ritað um þann dóm sem biði þeirra:  Víða í Biblíunni stendur skrifað, að Guð muni dæma illgjörðamenn og tortíma þeim (sjá t.d. Jer 14.13-16;  Slm 94). Sjá og 14. til 18. vers.

 Ég vil minna ykkur á…að Drottinn frelsaði lýðinn, en tortímdi sam síðar þeim sem ekki trúðu:  Drottinn leiddi Ísraelsmenn út úr þrælahúsinu í Egyptalandi.  En af því að  lýðurinn möglaði gegn honum, leyfði hann engum að fara inn í hið fyrirheitna Kanaansland, nema Kaleb Jefúnnesyni og Jósúa Núnssyni (2Mós 12.51;  4Mós 14.26-30).

 englanna…í myrkri…til dómsins á deginum mikla:  Í Júdasarbréfi ræðir um engla á fleiri en einum stað.  Í 6. versi má vera, að átt sé við þá „syni Guðs“ sem minnst er á í 1Mós 6.1-4 (sjá og 2Pét 2.4).  Fyrir það að þeir yfirgáfu himininn og kvæntust dætrum mannanna voru þeir settir í myrkrahella í refsingarskyni.  Þar eiga þeir að dúsa til dómsdags  (Matt 13.47-50;  25.31-46; Jóh 12.44-50;  2Pét 3.10-14).

7  Sódómu og Gómorru:   Svomörg óhæfuverk voru framin í þessum borgum, að Drottinn lét rigna yfir þær eldi og brennisteini, svo að þæ eyddust gjörsamlega (1Mós 19.1-24).

draumvilltu menn:  Átt er við hina óguðlegu, sem nefndir eru í 4. versi.

Í 8. og 9. versi segir bréfritari að guðlausir menn meti að engu sérhvert drottinvald og lastmæli englunum.  Hann rifjar líka upp frásögn af deilu á milli höfuðengilsins Mikaels og djöfulsins í fornsögum Gyðinga (trúlega Himnaför Móse).  Í 14. og 15. versi vitnar hann í annað gamalt helgirit (Enoksbók), þar sem því er lýst, þegar Drottinn kemur með þúsundum heilagra til að kveða upp sektardóm yfir óguðlegum mönnum.

9 Mikael…djöfulinn…Móse:   Atvikið, sem hér um ræðir, er að líkindum að finna í „Himnaför Móse“, gyðinglegu alþýðuriti eftir ókunnan höfund.  Það er talið skrifað einhvern tíma á síðustu árunum fyrir okkar tímatal og lýsir uppstigningu Móse til himna.  Sjá og Dan 10.13,121;  12.1; Opb 12.7.  Sjá nánar „Móse„. Djöfullinn er höfðingi illþýðis og annarlegra afla,  sem standa í gegn Guði og lýð hans.

11 hafa gengið á vegi Kains…Bíleams…Kóra:  Kain, elsti sonur Adams og Evu, varðAbel bróður sínum að bana (1Mós 4.1-16).

Balak, konungur í Móab, vildi kaupa Bíleam til þess að formæla Ísraelsþjóðinni (4Mós 22.2-24.25), en í stað þess blessaði Bíleam þjóðina.  Á ritunartíma Júdasarbréfs héldu sumir lærimeistarar Gyðinga því samt sem áður fram, ranglega,  að fégræðgi Bíleams hefði orðið til þess, að hann gerði bón Balaks og formælti Ísraelsþjóðinni.

Kóra var einn forsprakka uppreisnar gegn Móse og Aroni (4Mós 16.1-35;  26.9,10).

12  Þeir eru smánarblettur á kærleiksmáltíðum ykkar:   Söfnuðir í frumkirkjunni komu saman til borðhalds (kærleiksmáltíða), auk þess sem „máltíðar Drottins“ var neytt (sbr. kvöldmáltíðar- eða altarissakramenti).  Sjá og 1Kor11.17-32.

13  dýpsta myrkur: Sjá athugagrein við 6. vers.  Sjá og „Helvíti„.

14  Enok…Adam:  Sjá 1Mós 5.18,21-24.  Enok gékk með Guði (þ.e. elskaði hann).  Sjá 1Mós 5.18,21-24.  Á öldunum báðum megin við Krists burð voru í Austurlöndum heimari skrifaðar margar spádómsbækur, kenndar við Enok.  Tilvitnunin hér er úr Fyrstu Enoksbók, öðru nafni Eþíópísku Enoksbók (1.9).

17-18  minnist þeirra orða sem postular Drottins vors Jesú Krists hafa áður talað: Orðið „postular“ merkir hér þá, sem kallaðir hafa verið af Guði til þess að útbreiða fagnaðarerindið um Jesú Krist.  Orðræðu um guðlausa lygara er og að finna í 1Tím 4.1,2;  2Tím 3.1-9; 2Pét 2.1; 3.3,4.

19   hafa eigi andann:  Sjá „Heilagur andi„.

21 eilíft líf:  Sjá „Eilíft líf“.

22  sýnið þeim mildi:  Í sumum handritum „leiðréttið þá.“

24-25  Guði…sem frelsar oss fyrir Jesús Krist, Drottin vorn:   Frelsari er sá sem bjargar, leysir úr ánauð.  Sjá athugagrein við 3. vers.   Sjá og Jes 43.11; Matt.1.21.  „Kristur“ er grískt orð, á hebresku Messías, og þýðir „hinn smurði“, „hinn útvaldi.“  Gríska orðið yfir „Drottinn“ er „kyrios“, sem getur þýtt meistari og líka verið notað sem kurteisisávarp, sbr. „herra“.  Þegar það er notað um Jesú, undirstrikar það vald hans og mátt.. Sjá og „Drottinn (eitt af virðingarnöfnum Jesú)„.  Sbr. og athugagrein við 1. vers Júdasarbréfs  (Júdas…Krists).