Virtur kirkjuleiðtogi sendir kveðju sína söfnuði kristinna manna, sem hann kallar „hina útvöldu frú og börn hennar.“

1   Öldungurinn…hinni útvöldu frú og börnum hennar:   Gríska orðið „presbýteros“ er á íslensku þýtt með „öldungur“, „prestur“ eða „leiðtogi.“  Orðið vísar ekki til aldurs viðkomandi, heldur er fremur um að ræða mann, sem sökum verðleika hefur verið kjörinn  til forystu í kirkjunni.  Sjá og 1Tím 5.17-18;  1Pét 5.1-4. „Hin útvalda frú og börn hennar“ er því trúlega söfnuður kristinna manna, sem komið hefur saman til helgihalds.  Og „börn systur þinnar, hinnar útvöldu“ (13. vers) þá annar slíkur.

2  sakir sannleikans sem í okkur er:  Sannleikurinn um kærleika Guðs í Kristi og blóð hans, sem hreinsar af allri synd (1Jóh 1.7).  Sá sannleikur er andstæða þeirrar falskenningar, að Jesús hafi ekki verið raunverulegur maður (7. vers).

Guði föður…Jesú Kristi, syni föðurins:  Í Jóhannesarguðspjalli kallar Jesús Guð oft föður sinn (Jóh 3.35; 5.17-30; 15.1,16; 17). „Kristur“ er sama og gríska orðið christos,  en það er á hebresku „Messías“, sem þýðir „hinn smurði“ eða „hinn útvaldi.“ Það er messíasar-titill Jesú og má ýmist hafa á undan nafni hans eða á eftir.

Elskið hver annan og lifið í sannleikanum

Kristnir menn eiga að elska hver annan og halda fast við sannleikann um Jesú, sem var raunverulegur maður.  Höfundur varar við afvegaleiðendum, sem draga í efa að sonur Guðs hafi verið sannur maður.

 Jóh 13.34; 15.12,17.

afvegaleiðendur: Þessir falskennendur kunna að hafa verið „gnostar“, en það er heiti, sem sagnfræðingar hafa notað um fleiri en einn trúarhóp á fyrstu þremur öldunum e. Kr. Þeir héldu því fram, að Jesús hefði ekki verið raunverulegur maður, heldur andavera, enda gæti Guð ekki átt hlut með hinu jarðneska, sem væri illt.  Andinn Kristur hefði sameinast manninum Jesú frá skírn hans til krossdauðans. Kenningin hafði óheillavænleg áhrif á siðferði gnosta, þar sem því var haldið fram, að siðaboð Jesú hefðu einasta verið orð mannsins Jesú, og töldu þeir sig óbundna af þeim.  Gnosis er gríska og þýðir þekking.  Gnostar voru á því, að þeir byggju yfir sérstakri þekkingu, sem væri jafnvel öðrum hulin, og leysti hún þá frá efnisheiminum.  Margir sértrúarflokkar, sem þykja eiga heima undir samheitinu gnostar,  trúðu því að allt hið efnislega væri illt og heiminum væri stýrt af illum öflum.  Meðal þeirra töldu þeir vera sjálfan Guð Gamla testamentisins.

8   full laun:  Eilífa lífið, sem þeim er heitið, sem trúa á Jesú og hlýða Guði.  Sjá Jóh 3.16; 1Jóh 2.24,25;  3.15; 4.17; 5.10-12.

við:  Í sumum handritum „þið.“

9  kenningu:  Sjá athugagrein við 2. vers (sannleikans).

9 föðurinn og soninn:  Sjá athugagrein við 3. vers.

10  bjóðið hann ekki velkominn:  Hinir kristnu voru varaðir við því að hleypa afvegaleiðendum (falskennendum) inn á heimili sín.  Höfundur óttast, að það kunnni að jafngilda því að taka kenningar þeirra trúanlegar (9. vers).

12 okkar:  Í sumum handritum „ykkar.“

13  Börn systur þinnar, hinnar útvöldu:  Bréfritari hefur þessi orð um einhvern, ákveðinn söfnuð.  Sjá og athugagrein við 1. vers (hinni útvöldu frú og börnum hennar).