Trú Þessaloníkumanna og boðun Páls postula

Páll sendir lærisveinum Krists í Þessaloníku kveðju sína. Hann þakkar þeim fyrir að þeir skuli vera orðnir fyrirmynd öllum trúuðum í Grikklandi. Hann hrósar þeim fyrir það, að þeir skuli hafa snúið frá skurðgoðadýrkun og tekið í staðinn að þjóna lifandi og sönnum Guði, og það þrátt fyrir þrengingar sem af þeim sinnaskiptum hafa leitt. Páll minnir Þessaloníkumenn á að hann vann hörðum höndum meðan hann dvaldist hjá þeim og boðaði þeim fagnaðarerindið. Og þótt samverkamaður Páls, Tímóteus, hafi flutt honum gleðifregn um trú Þessaloníkumanna og kærleika, vonast hann til þess að sér auðnist að koma til þeirra aftur.  

1.1 Páll, Silvanus og Tímóteus: Sjá “Páll (Sál) frá Tarsus“. Tímóteus var samverkamaður Páls og er nefndur á nafn í mörgum bréfa hans (1Kor 16.10; 2Kor 1.1; Flm 1). Páll sendi Tímóteus til lærisveinanna í Þessaloníku til þess að hjálpa þeim að leysa úr einhverjum vanda, sem upp hefur komið, eða jafnvel setja niður deilur þeirra í milli (3.2-6). Postularnir og safnaðarleiðtogarnir í Jerúsalem gerðu Silvanus út ásamt Páli til þess að stofna nýja söfnuði á meðal heiðingja (Post 15.22). Þeir voru hnepptir í varðhald í Filippí (Post 16.16-40) og seinna réðist á þá æstur múgur í Þessaloníku (Post 17.1-9).

1.1 söfnuði: Sjá “Kirkjan”.

1.1 Þessaloníkumanna: Sjá athugagrein undir 2Þess 1.1.

1.1 Guði föður og Drottni Jesú Kristi: Sjá athugagrein við 2Þess 1.1 (Guði, föðum vorum).

1.3 í trúnni: Sjá “Trú“.

1.5 Fagnaðarerindi…heilögum anda: Fagnaðarerindið er hvort tveggja í senn: Frásögnin af Jesú og sá boðskapur um Guðs ríki, sem Jesús flytur. Þeir sem trúa á Jesú verða lærisveinar hans og heyra til Guðs lýð. Sjá athugagrein við 4.8 (Heilagur andi).

1.8 orð Drottins: Fagnaðarerindið, “góðu fréttirnar”.

1.9 sneruð ykkur…frá skurðgoðunum: Flestir lærisveinar Krists í Þessaloníku höfðu áður verið heiðingjar og því dýrkað guði og gyðjur heiðinna manna. Sjá “Guðir og gyðjur Grikkja og Rómverja“.

1.10 væntið…sonar hans, frá himnum: Sjá “Guðs sonur“.

1.10 frelsa okkur frá hinni komandi reiði: Páli verðurí bréfum sínum tíðrætt um endurkomu Jesú (sjá 4.13-18; sjá og 1Kor 15.20-28; Fil 1.10; 2.16; 3.20,21). Þeir verða hólpnir, sem trúa á Krist (Jóh 12.44-50), en hinum, sem hafna Guði, verður refsað (Matt 13.47-50; 25.31-46; 1Þess 5.1-11). Sjá “Kærleikur Guðs frelsar (Hjálpræði)” og “Endurkoman“.