7.2 Rýmið fyrir mér: Með 7.1 lýkur broti úr öðru bréfi. Í 7.2 er þráðurinn tekinn upp aftur frá sem var í 6.13.

7.5 Makedóníu…var ég á alla vegu aðþrengdur: Sjá athugagrein á bls. 2137 (Makedónía). Þegar Páll kom til Filippí í Makedóníu, komst hann í kast við yfirvöldin og var varpað í fangelsi (Post 16.16-40). Þá olli nærvera hans og uppþotum í Þessalóníku, höfuðstað Makedóníu (Post 17.1-8). Sjá og 2.13.

7.6 Títus: Sjá 8.6 Páli þótti mjög vænt um að fregna það hjá Títusi að Korintumenn hefðu áhyggjur af honum og sæju eftir framferði sínu.

7.8 bréfinu: Ekkert hefur varðveist af þessu bréfi, en í því hefur Páll greinilega snuprað suma Korintumenn fyrir hegðun þeirra. Sumt af efni bréfsins hefur vísast verið líkt ýmsu því sem Páll fjallar um í pistlunum, sem Fyrra Korintubréf samanstendur af (1Kor 5.1-6.20; 9.1-23; 10.1-11.34).

7.10 frelsist…heimsins: Sjá athugagreinar við 1.6 og 1.12.