5.1 Öldungana: Þá, sem valdir hafa verið (vígðir) til ákveðinna starfa innan safnaðarins.

5.1 vottur písla Krists: Pétur, sem var einn af postulum Jesú, varð vitni að krossfestingu hans.

5.2 hirðar: Sjá og Jóh 21.15-17 og „Fjárhirðar„.

5.4 hinn æðsti hirðir…dýrðarsveig sem aldrei fölnar: Sjá og Jóh 10.10-18; Heb 13.20, þar sem ræðir um „góða hirðinn“, sem er Jesús. Íþróttamaður, sem unnið hafði keppni, fékk að launum krans, sem fléttaður var af blómum.

5.8 djöfullinn: Djöfullinn, stundum nefndur Satan, er höfðingi þeirra annarlegu afla sem standa í gegn Guði og lýð hans.

5.10 eilífu dýrðar: Sjá „Eilíft líf„.

5.12 Silvanus: Silvanus var einn af forystumönnum kirkju fyrstu aldarinnar, spámaður og samstarfsmaður Páls postula, trúlega hinn sami og nefndur var Sílas (Post 15.22-41; 16.9-17.15; 2Kor 1.19; 1Þess 1.1; 2Þess 1.1).

5.13 Babýlon: Sennilega er hér átt við Róm (sbr. Opb 18.1-24). Á fyrstu öld kristninnar var Babýlon ekki lengur stórveldi, heldur Róm.

5.13 Markús: Markús fór með þeim Páli og Barnabasi frá Antíokkíu á Sýrlandi til Jerúsalem með samskotafé handa söfnuðinum þar (Post 11.27-30; 12.12,25; 13.13.) Síðar skildi leiðir þeirra Markúsar (Jóhannesar Markúsar) og Páls, er Markús hóf að starfa með Barnabasi (Post 15.36-39). Sjá og Kól 4.10-14; Fílm 24.

5.14 kærleikskossi: Á grískunni „heilögum kossi.“