20.1 víngarð:Í víngörðum voru þrúgur ræktaðar (vínber). Garðarnir voru yfirleitt í grýttum hlíðum og oft girtir grjótveggjum til skjóls. Varðturn var stundum reistur í námunda við garðinn og gátu menn þá betur varist rándýrum og stigamönnum. Þrúgurnar vaxa á löngum, renglulegum viði, sem festa þarf upp frá jörðu og krefst mikillar umönnunar og virktar. Að þessu unnu margar hendur.

20.2 denar í daglaun:Rómverskur silfurpeningur. Sjá og 22.19.

20.18 æðstu prestum:Þeir inntu af hendi skyldur við musterið og guðsþjónustuna, undirbjuggu fórnir, söfnuðu fjárframlögum, blessuðu lýðinn og höfðu umsjón með helgidóminum. Lengst af 1. öldinni skipuðu Rómverjar prest, sem stjórna skyldi starfsbræðrum sínum; hann var nefndur æðstiprestur (sjá 26.57).

20.19 heiðingjum:Hér er átt við Rómverja, sem sátu að völdum í Júdeu.

20.21 hægri handar þér…..til vinstri:Valdamestu menn ríkisins sátu konunginum til hægri og vinstri handar.

20.22 drukkið þann kaleik:Kaleikur (bikar) er sums staðar í Biblíunni tákn þjáninga, sem margir líða saman. Hér merkir “að drekka kaleik” það sama og að þjást.

20.30 sonur Davíðs:Sjá athugagrein við 9.27. Sjá og Slm 118.25,26.