2.1 Ágústusi keisara: Hann var keisari í Róm þegar Jesús fæddist. Þótt eiginlegt nafn hans væri Oktavíanus, var hann jafnan nefndur Ágústus keisari, en það var virðingarheiti hans. Á ríkisstjórnarárum hans réðu Rómverjar að kalla öllum landsvæðunum umhverfis Miðjarðarhafið. Sjá „Mannlíf og landshættir á tímum Jesú: Þjóðir, valdhafar og stjórnmál“.

2.1 skrásetja skyldi alla heimsbygðina: Tilgangur skrásetningarinnar var að tryggja að hver þegn greiddi lögboðna skatta og skyldur. Sérhver maður var lögskráður í heimabæ sínum (2.3).

2.2 Kýreníus: Hann varð landstjóri á Sýrlandi árið 6 e. Kr. Jósefus, sagnaritari Gyðinga, getur um manntal, sem Kýreníus lét framkvæmt árið 6 eða 7. Jesús fæddist á stjórnarárum Heródesar mikla, sem talinn er hafa látist árið 4 f. Kr. Ekki er því vitað með vissu, hvenær skrásetning Ágústusar keisara fór fram.

2.4 Nasaret…Betlehem: Sjá athugagrein við 1.26 (Nasaret). Betlehem er hebreska og þýðir „Brauðhús.“ Bærinn er um það bil 8 km í suður frá Jerúsalem, kringum 85 metra yfir sjávarmáli.

2.7 son sinn frumgetinn: Samkvæmt lögmáli Móse skyldu frumburðir heyra Drottni til (2Mós 34.19).

2.7 í jötu: Jata er stokkur sem fénaði er gefið í hey.

2.11 borg Davíðs: Betlehem (sjá athugagrein við 2.4).

2.11 frelsari…Kristur: Frelsari er sá sem bjargar, gefur frelsi. Sjá Jes 43.11; Matt.1.21. „Kristur“ er gríska, á hebresku Messías, sem þýðir „hinn smurði“, „hinn útvaldi.“

2.13-15 fjöldi himneskra hersveita: Margir englar. Orðið merkir „sendiboði.“ Í Biblíunni ræðir víða um engla, sendiboða Guðs og þjóna hans.

2.21 umskera: Sjá athugagrein við 1.59. Sjá og Lúkas 1.31.

2.22 hreinsunardagar þeirra voru úti: Samkvæmt lögmáli Móse var kona „óhrein“ eftir barnsburð (3Mós 12.1-8). Fæddi hún son, skyldi hún halda sig heima í sjö daga. Á áttunda degi var drengurinn umskorinn (sjá athugagrein við 1.59). Eftir það átti móðirin að vera heima við í 33 daga. Að þeim loknum færðu foreldrarnir Drottni fórn (2.24).

2.23 er fyrst fæðist: Sjá athugagrein við 2.7 (frumgetinn). Sjá og 2Mós 13.2,12.

2.28-32 Símeon…lofaði Guð: Lofsöngur Símeons er nefndur „Nunc dimittis“, sem er latína og þýðir: „Nú lætur þú (þjón þinn í friði) fara.“

2.32 ljós til opinberunar heiðingjum: Hér vitnar Símeon í Jesaja 42.6; 49.6; 52.10. Sjá og Post 13.46,47, þar sem Páll og Barnabas segja að Drottinn hafi boðið þeim að prédika Guðs orð fyrir heiðnum þjóðum (öllum mönnum).

2.36 Anna spákona…af ætt Assers: Fátt er annað um Önnu þessa vitað, né heldur um Fanúel, föður hennar. Langflestir spámannanna voru karlar, en þó nefnir Lúkas nokkur dæmi um það, að konur hafi mælt fyrir munn Drottins. Þá voru og konur meðal lærisveina Jesú. Ein af ættkvíslunum tólf í Ísrael hét eftir Asser, syni Jakobs (1Mós 30.9-12).

2.37 með föstum: Gyðingar föstuðu (neituðu sér um að borða) til þess að láta í ljósi hlýðni við Drottin og kærleika til hans og annarra manna. Fastan táknaði líka iðrun eftir drýgðar misgjörðir.

2.41 páskahátíðinni: Gyðingar héldu páska hátíðlega til þess að minnast brottfararinnar frá Egyptalandi, en þar voru þeir þrælar (2Mós 12.1-17; 5Mós 16.1-8). Sjá og „Páskar og hátíð ósýrðu brauðanna“.

2.42 tólf ára: 12 ára að aldri voru drengir búnir undir að „komast í fullorðinna manna tölu“, enda hlotnaðist þeim full og óskoruð aðild að trúarsamfélaginu og helgihaldinu þegar þeir voru orðnir 13 ára.

2.46 lærifeðranna: Þeir fræddu um lögmál Móse og helgirit Gyðinga.