10.1 þeir: Sjá athugagreinar við 2.9,10; 3.2 og 1.16 (Gyðinginn fyrst og aðra síðan).

10.3 reyna að ávinna sér réttlæti: Sjá athugagreinar við 2.12; 7.7 og 7.8. Sumir voru þeirrar skoðunar, að eina leiðin til þess að afla sér viðurkenningar hjá Guði væri að hlýða lögmálinu.

10.6 réttlætið af trúnni: Þeir sem trúa á Krist gera sér grein fyrir því, að réttlætið af trúnni er gjöf frá Guði, sem enginn maður getur áunnið sér.

10.6,7 í himininn…frá dauðum: Sjá 5Mós 30.11-14 og athugagrein við 1.18. Undirdjúpin eru staður (þó fremur ástand) þeirra sem illt hafa framið og bíða dóms Guðs (Slm 71.20).

10.9 Jesús er Drottinn…að Guð hafi upp vakið hann frá dauðum: Sjá athugagreinar við 1.3-4 (sonur Guðs) og 4.24.

10.11 Ritningin: Helgirit Gyðinga, sem kristnir menn nefna Gamla testamenti.

10.12 Gyðingum og Grikkjum: Sjá athugagrein við 2.9,10.

10.13 hólpinn: Sjá athugagrein við 1.16 (frelsar hvern þann mann sem trúir).

10.16 Jesaja: Sjá athugagrein við 9.27.

10.18 þeir: Sjá athugagreinar við 2.10 og 3.2.

10.19 Móse: Guð birti Móse lögin, sem hann skyldi leggja fyrir Ísraelsmenn. Sjá „Móse„.

10.19 Vekja vil ég ykkur til afbrýði gegn þjóð: Hér vitnar Páll í 5Mós 32.21, en þar segir Móse að Ísraelsmenn hafi egnt Guð til reiði með því að elta fánýta hjáguði og því muni Guð breiða út faðminn móti óhlýðnum lýð og sjá til þess að heiðingjum hlotnist hjálpræði.