9.2 Þótt ég væri ekki postuli fyrir aðra: Sjá athugagrein við 1.1. Sumir héldu því fram, að Páll væri ekki postuli, af því að hann hefði ekki verið lærisveinn Jesú frá öndverðu. Þeir drógu kennivald hans og prédikun í efa.

9.4-6 við Barnabas…vinna fyrir uppihaldi: Barnabas var reisubróðir Páls í einni af kristniboðsferðum hans (Post 13.1-15.2). Hér heldur Páll því fram, að þeir Barnabas (sjá Gal 2) eigi ekki síður en hinir postularnir rétt á því að framfleyta sér með prédikun fagnaðarerindisins. Sjá athugagrein við 1.11,12. Páll hafði ávallt stundað annað starf meðfram, þótt honum fyndist raunar að Korintumenn og fleiri ættu að greiða sér laun á sama hátt og aðrir fá kaupgreiðslur fyrir vinnu sína. Fram kemur í Post 18.3 að Páll hafi verið tjaldgjörðarmaður.

9.8-12 lögmáli Móse…hlutdeild í uppskerunni: Hér vitnað Páll í 5Mós 25.4. Skepnum sem notaðar voru til þess að þreskja kornið (skilja hveitið frá hisminu) var leyft að ná sér í kjaftfylli. Páli fannst hann á sama hátt eiga að fá laun fyrir að vera leiðtogi og prédikari hinnar nýju hreyfingar.

9.13-14 þeir sem vinna við helgidóminn: Prestar Ísraels máttu taka sér til matar af því, sem fórnað var í musterinu. Páll færir hér rök að því, að sér beri og þóknun fyrir boðun orðsins.

9.16 boða fagnaðarerindið: Jesús fól Páli að prédika fagnaðarerindið bæði Gyðingum og heiðingjum (Gal 1.16; 2.6-8; sjá og Post 9.1-15; 13.44-49).

9.20 lögmáli Móse: Kafla um lögmálið vantar.

9.25 sigursveig: Þeir sem fóru með sigur af hólmi í íþróttakeppnum í Korintu til forna hlutu í verðlaun krans úr grænu laufi. Þar kemur, að laufin visna, en sá sigursveigur sem lærisveinar Jesú hljóta að launum fyrir að standa stöðugir allt til enda, hann varir um eilífa tíð. Sjá og 2Tím 4.8; 1Pét 5.4; Opb 3.11.