2.1 við söfnumst til hans: Hér ræðir Páll um það, er lærisveinar Jesú sem dánir eru, safnast til hans, ásamt þeim sem verða á lífi við endurkomu hans (1Þess 4.13-17).

2.2 að dagur Drottins sé þegar fyrir höndum: Skilningur sumra safnaðarmanna í Þessaloníku á endurkomu Jesú var óljós vegna rangrar fræðslu villukennenda.

2.3 sonur glötunarinnar: Sá, sem setur sig á móti Guði og gerir sjálfan sig að Guði (2.4). Satan getur látið illmenni vinna kraftaverk til þess að menn haldi, að viðkomandi sé guðlegrar ættar (2.9). Sjá og Dan 11.29-39; 1Jóh 2.18.

2.4 musteri Guðs: Musterið í Jerúsalem var miðstöð guðsdýrkunar Gyðinga þangað til Rómverjar lögðu það í rúst árið 70 e.Kr. Sá, sem settist í musteri Guðs og gerði sjálfan sig að Guði, yrði sekur um höfuðsynd. Þetta hafði þó gerst tveimur öldum áður, eða árið 168 f. Kr., þegar Antíokkus Epífanes Sýrlandskonungur kom fyrir styttu af sjálfum sér í musterinu.

2.7 ryðja þeim burt sem stendur í vegi: Ekki er vitað, hver þetta hefur verið. Sumir fræðimenn telja, að það séu rómversku yfirvöldin, sem héldu uppi lögum og reglu í keisaradæminu, svo að engum hefði liðist að ryðja lærisveinum Krists úr vegi. Aðrir álíta, að átt sé við heilagan anda, eða þá erkiengilinn Mikael (1Þess 4.16), eða jafnvel engilinn sem kastaði Satan í undirdjúpið (Opb 20.1-3).

2.8 tortíma honum með anda munns síns: Í Jobsbók er því lýst, hvernig illvirkjar hverfa „fyrir andgusti Guðs“ (Job 4.8,9). Sjá og Opb 19.11-16.

2.9 Þegar lögleysinginn kemur…Satan: Sjá athugagrein við 2.3. Satan notar „lögleysingjann“ til þess að blekkja fólk.

2.10 á glötunarleið: Orðið „glötun“ er haft um afdrif þeirra, sem ekki vilja trúa á Jesú Krist.

2.10 verða hópin: Að „verða hólpinn“ er sama og að „eignast eilíft líf.“ Sjá nánar „Kærleikur Guðs frelsar (Hjálpræði)„.

2.13 Guð útvaldi ykkur……lét andann helga ykkur: Páll víkur oft að því í bréfum sínum, að Guð hafi útvalið menn til þess að heyra til Guðs lýð. Sjá athugagrein við 1Þess 5.19,20 og „Heilagur andi„. Sjá og athugagrein við 1Þess 4.3.

2.16 Guð, faðir vor…gaf oss í náð eilífa huggun:Sjá athugagrein við 1.1 (Guði, föður vorum). Orðið „huggun“ (á grísku „paraklesis“) er hið samstofna orðinu „huggari“, sem Jesús hefur um heilagan anda í Jóh 14.16.

2.16 Drottinn vor Jesús Kristur: Sjá athugagrein við 1.1 (Guði, föður vorum).