13.1 Í söfnuðinum í Antíokkíu: Sjá athugagrein við 6.5.

13.1 Símeon…Lúkíus…Manaen: Símeon er gyðinganafn, en Níger er latína og þýðir “svartur.” Þetta gæti bent til þess, að Níger verið blakkur á hörund. Lúkíus kom að heiman frá sér í Kýrene og prédikaði í Antíokkíu (sjá 11.20). Sjá og athugagrein við 6.9 (Kýrene). Manaen hefur verið við hirð Heródesar Antípasar, sem ríkti í Galíleu á dögum Jesú.

13.2 heilagur andi: Sjá um heilagan anda.

13.3 lögðu hendur yfir þá: Sjá athugagrein við 8.17.

13.4 Selevkíu…Kýpur: Borgin Selevkía var rómverskt fríríki, skammt frá Antíokkíu á Sýrlandi. Sjá athugagrein við 11.19,20 (Kýpur).

13.5 Salamis: Fjöldi Gyðinga hafði stofnað nýlendu í Salamis.

13.5 samkunduhúsum Gyðinga: Sjá athugagrein við 9.20.

13.5 Jóhannes: Jóhannes Markús (sjá athugagrein við 12.12).

13.6 Pafos: Pafos varð höfuðborg rómverska skattlandsins Kýpur árið 22 f. Kr. Svo var enn, þegar Páll og Barnabas komu til borgarinnar í kringum 46 e. Kr.

13.6 falsspámann…Barjesús: “Bar” þýðir “sonur” á arameísku. Maður þessi hét því “Sonur Jesú.” Í þennan tíma hétu margir gyðingar Jesús, en það er hin gríska mynd hebreska nafnsins “Jósúa.” Fjölkynngi þessa Barjesú var trúlega fólgin í því að fremja seið, spá fyrir fólki og hafa í frammi töfra.

13.7 Sergíusi Páli: Rómverska landstjóranum á Kýpur.

13.9 Sál, sem og er nefndur Páll: Sál var hið gyðingalega nafn Páls. Páll var gríska nafnið. Í héruðum, þar sem gríska var töluð, hafa menn þekkt hann betur undir gríka nafninu, og tekið betur á móti honum.

13.9 fylltur heilögum anda: Sjá athugagrein við 4.8.

13.10 djöfuls sonur: Þannig orðaði Páll andúð sína á Elýmasi, enda var illgirni hans var á rótum hins illa runnin.

13.12 landstjórinn: Sergíus Páll (sjá og athugagrein við 13.7).

13.13 Perge í Pamfýlíu: Perge var borg, sem skipulögð var að grískum hætti og þar voru grísk musteri. Þó má vera, að Rómverjar hafi endurskipulagt borgina, þegar þeir tóku þar við stjórninni. Þeir lögðu breiðstræti með súlum og reistu íþróttaleikvang og leikhús, sem talið er að hafi tekið allt að 12000 manns í sæti.

13.13 Jóhannes skildi við þá: Sjá athugagrein við 12.12. Ekki er vitað um ástæðuna fyrir þessu. Sjá og 15.37-39.

13.14 Antíokkíu í Pisidíu: Borg í skattlandinu Pisidíu í Litlu-Asíu, um 175 km. norðaustur af Perge. Borgin bar nafn Antíokkusar þess, sem á Sýrlandi tók við konungdómi eftir Alexander mikla. Þótt Antíokkía væri rómversk nýlenda, voru samt margir Gyðingar búsettir þar.

13.14 á hvíldardegi…samkunduhúsið: Hvíldardagur Gyðinga (sabbatinn),hefst við sólsetur á föstudagskvöldi og lýkur með bæn þegar sól sest laugardaginn eftir. Á hvíldardeginum söfnuðust Gyðingar saman og lásu, rannsökuðu og ræddu helgar ritningar. Sjá og athugagrein við 9.20 (í samkunduhúsunum).

13.15 lögmálinu og spámönnunum: Helgirit Gyðingar, sem kristnir menn nefna “Gamla testamenti”.

13.16 Ísraelsmenn og aðrir þið sem óttist Guð: Ísraelsmenn voru Gyðingar. En aðrir þeir, sem til tilbáðu Drottin Ísraels, þótt þeir væru ekki enn fullgildir meðlimir samfélags Gyðinga, þar eð þeir höfðu ekki verið umskornir, voru og viðstaddir og hlýddu kenningu Páls.

13.19,20 stökkti burt sjö þjóðum…dómara…Samúels: Í Fimmtu Mósebók 7. kapítula, 1. versi eru taldar upp þær þjóðir, sem bjuggu í Kanaanslandi, áður en Ísraelsmenn námu þar land. Sjá og Dóm 2.16; 1Sam 3.20. Þegar syrti í álinn fyrir Ísralesmönnum, sendi Guð þeim leiðtoga, sem kallaðir voru dómarar og skáru þeir úr deilumáum og tóku auk þess að sér hlutverk herforingja. Samúel hét hinn síðasti þessara dómara (sjá athugagrein við 3.24).

13.21 bað hún um konung: Sjá 1Sam 8.5; 1Sam 10.21. Þegar Ísraelsmenn vöktust upp með það að hafa konung yfir sér, í líkingu við nágrannaþjóðirnar, valdi Drottinn Sál til þess að takast það hlutverk á hendur. Í 1Sam 9-31 segir frá valdatíð hans.

13.24 Jóhannes: Jóhannes skírari. Sjá athugagrein við 1.5 (Jóhannes); sjá og Mrk 1.4; Lúk 3.3.

13.26 niðjar Abrahams…aðrir ykkar á meðal sem óttast Guð: Sjá athugagreinar við 7.2 (föður vorum Abraham) og 10.45 (heiðingjunum).

13.26 orð þessa hjálpræðis: Sjá athugagrein við 2.47.

13.32 gleðiboð: Sjá athugagrein við 5.42.

13.38 ykkur er fyrir hann boðuð fyrirgefning syndanna: Sjá athugagrein við 2.38 (öðlist fyrirgefningu syndanna).

13.39 lögmál Móse: Sjá athugagrein við 6.12 (fræðimennina). Sjá og Róm 3.20; Gal 2.16.

13.45 Gyðingar: Ekki er átt við alla Gyðingaþjóð, enda voru þeir líka Gyðingar sem höfðu beðið Pál og Barnabas að koma aftur í samkunduna næsta hvíldardag. Hér ræðir því um þá Gyðinga, sem ekki lögðu trúnað á það sem Páll hafði um Jesú að segja. Þeir töldu að hann vildi hafa lögmál Móse að engu og vanvirða trú þeirra.

13.48 ætlaðir voru til eilífs lífs: Vísað er til þeirrar trúar, að þeir sem treysta Guði verða reistir frá dauðum og fá að lifa með honum að eilífu. Sjá nánar “Eilíft líf“.

13.50 guðræknar hefðarkonur og fyrirmenn: Þetta voru líklega auðugir heiðingjar (ekki gyðingatrúar), en hallir undir gyðingatrú.

13.51 hristu dustið af fótum sér móti þeim: Með þessu atferli var látið í ljósi, að viðkomandi vildu ekki taka með sér hætishót, þegar þeir færu; öll tengsl við þennan stað væru hér með að fullu rofin. Sjá og Matt 10.14; Mrk 6.11; Lúk 9.5; 10.11

13.52 fylltir…heilögum anda: Sjá athugagrein við 4.8.