6.1-4 Börn…foreldrum: Börnum ber að hlýða foreldrum sínum „vegna Drottins“, enda heyra þau honum til. Þá ber og foreldrum að sínum leyti að ala börnin upp með aga og fræðslu um Drottin. Vitnað er til 4. boðorðsins (2Mós 20.12; 5Mós 5.16) og fyrirheitisins, er þar fylgir: „Til þess að þér vegni vel og þú verðir langlífur á jörðinni“.

6.5-9 Þrælar…húsbændum: Sjá „Þrælar og þjónustufólk á dögum Jesú“ á bls. 1907. Sumir þrælahaldarar merktu sér þý sín með því að láta þau hafa um hálsinn bönd eins og það, sem sýnt er á myndinni hér að neðan. Á bandið er letrað: „Gjörið svo vel að skila mér, strokuþrælnum, til Apronílanusar.“ Þurfti þá vart að spyrja að leikslokum.

6.11,12 vélabrögð djöfulsins…andaverur vonskunnar: Djöfullinn („rógberinn“) er líka nefndur Satan, sem þýðir „andstæðingur Guðs“.

Í Biblíunni, svo sem einnig í veröld fornaldar, táknar „myrkur“ oft volæði, refsingu og dauða (5Mós 28.28; Slm 14.3; Jes 5.30) og þá, sem standa í gegn Guði (sjá athugagrein við 4.18).

6.13 á hinum vonda degi: Átt er við reynslutíma, bæði á yfirstandandi dögum (5.16) og einhvern tíma í framtíð (1Kor 3.10-15; Opb 2.10).

6.14-17 gyrt…um lendar ykkar…sverð: Átt er við volduga leðuról eða belti úr öðru efni, sem hermaðurinn hafði um sig miðjan og gat fest við vopn og ýmis áhöld. Þetta mittisband varði hann og studdi á sama hátt og sannleikur Guðs er manninum öruggur skjólveggur. Verjurnar, sem hér eru nefndar, hlífðu höfði og bol. Skór hermannsins voru sandalar með broddum, er veittu góða viðspyrnu. Ferhyrndur skjöldurinn var úr tré, klæddur striga og skinni. Á undan orrustu var honum dýft í vatn svo að slokknaði á örvum andstæðingsins, sem kveikt hafði verið í, á sama hátt og trúin drepur í logandi skeytum óvinarins. Hjálmurinn var af skinni, styrktur með bronsþynnum. Rómverska sverðið var stuttur, beinn korði, tvíeggja. Það táknar hér Guðs orð, hið eina af umræddum vígbúnaði, sem ekki er aðeins notað til varnar heldur og þegar ráðist er til atlögu (sjá og Heb 4.12).

6.15 fagnaðarerindið: Sjá athugagrein við 1.13.

6.16 hins vonda: Sjá athugagrein við 6.11,12.

6.18 í anda: Sjá „Heilagur andi„.

6.19 leyndardóm fagnaðarerindisins: Sjá athugagreinar við 1.9 (hann hefur birt oss leyndardóm vilja síns) og 3.4 (leyndardóm Krists). Sjá og Róm 16.25,26; 1Kor 15.51-54; Kól 1.26,27.

6.21-22 Týkíkus: Nafnið merkir „tilviljunarkenndur“ eða líka „heppinn“. Týkíkus var samstarfsmaður Páll í söfnuðum Asíu (Post 20.4; Kól 4.7-9; 2Tím 4.12; Títus 3.12).

6.23 Guði föður og Drottni Jesú Kristi: Sjá athugagreinar við 1.2 (Guði föður) og 1.3 (Drottni). Sjá og athugagrein Páll…postuli Krists Jesú.