11.1 Betfage og Getaníu við Olíufjallið: Betfage, sem þýðir “fíkjuhús” var lítið þorp einhvers staðar á milli Jeríkó og Jerúsalem. Betanía er bær í hlíðum Olíufjallsins um 3 kílómetra í austur frá Jerúsalem. Olíufjallið, skammt fyrir austan musterissvæðið í Jerúsalem, er fjögurra kílómetra langur hryggur og hluti af fjallgarði sem liggur frá norðri til suðurs eftir miðbiki og suðurhluta Palestínu. Nafn sitt dregur það af olíuviði sem dafnar í sólríkum hlíðum þess. Þar sem það er á annað hundrað metrum hærra en musterissvæðið blasti það við augum lærisveinanna á meðan Jesús sagði fyrir um endalok musterisins (13.3).

11.2 fola:Sjá Sak 9.9 þar sem sagt er fyrir um komu Ísraelskonungs ríðandi á ungum ösnufola.

11.8 breiddu klæði sín…lim, sem þeir höfðu skorið af trjánum:Með þessum hætti, meðal annars, fögnuðu gyðingar frægðarfólki.

11.10 komandi ríki föður vors Davíðs:Sjá athugagrein við 10.47.

11.11 Jerúsalem…helgidóminn:Sjá athugagrein við 13.1.

11.13 fíkjutré:Ávextir fíkjutrésins voru umtalsverður hluti fæðu manna. Í júní átu menn fíkjurnar nýjar, en tveimur mánuðum síðar bar tréð enn ávöxt sem var þurrkaður og geymdur til vetrarins.

11.15 helgidóminn…selja þar og kaupa…víxlaranna…dúfnasalanna: Sjá athugagrein við 13.1 (musterið). Í musterinu fengust keyptar skepnur sem fórnað var Guði. Þeir sem í þessu skyni seldu fugla og ferfætlinga settu upp stíur og búr í forgarði heiðingjanna, sem svo var kallaður. Þarna voru líka borð þeirra sem skiptu peningum aðkomumanna í þá mynt sem tekin var gild í musterinu. Stundum vildi brenna við að svindlað væri á viðskiptavinunum. Sjá nánar “Víxlararnir í musterinu“.

11.18 Æðstu prestarnir og fræðimennirnir:Sjá athugagreinar við 8.31 (æðstu prestarnir) og 12.38 (fræðimennirnir).

11.20 fíkjutrénu: Sjá athugagrein við 11.13.

11.21 Pétur:Sjá athugagrein við 1.16 (Símon).

11.22 Trúið á Guð: Sjá “Trú” í orðtakasafni.

11.26-26 þegar þið eruð að biðja:Á dögum Jesú báðust menn yfirleitt fyrir í augsýn annarra, annað hvort í musterinu eða þá í samkunduhúsunum. Þeir fórnuðu höndum þegar þeir báðu til Guðs. Jesús hvatti til þess að beðist væri fyrirgefningar á misgjörðum. Sjá og “Bæn” í orðtakasafni.

11.25-26 fyrirgefi…misgjörðir ykkar: Sjá athugagrein við 1.4 (láta skírast). Sjá og Matt 6.14-15.

11.27 Jerúsalem…helgidóminum:Sjá athugagrein við 1.5 (Jerúsalem) og 13.1 (helgidómurinn).

11.27 æðstuprestarnir, fræðimennirnir og öldungarnir: Sjá athugagreinar við 8.31 (æðstuprestarnir og öldungarnir) og 12.38 (fræðimennirnir).

11.30 Jóhannes: Jóhannes skírari. Sjá um Jóhannes skírara í orðtakasafni.

11.32 spámaður:Sjá athugagrein við 8.28.