13.1 engla: Orðið “engill” er á grísku angelos og þýðir “sendiboði.”

13.1 hljómandi málmur eða hvellandi bjalla: Málmur kann að hafa verið ásláttarhljóðfæri, en líka gæti verið átt við stóran látúnsvasa fyrir aftan grískt leiksvið sem átti að auðvelda áhorfendum að heyra til leikaranna. Bjöllur eru trúlega málmgjöll, skálar sem slegið er saman (eins og á myndinni), barið í með kólfi ellegar fest við fingur hljóðfæraleikarans. Bæði þessi hljóðfæri voru notuð við heiðna guðsdýrkun.

13.2 spádómsgáfu: Sagnorðið að spámerkir “að tala satt orð frá Guði” um nútíð og framtíð. Spádómurer sá boðskapur, sem fluttur er.

13.4-13 Kærleikurinn: Af grískum orðum sem merkja “ást” koma storge(mágaást, kærleikur skyldmenna í milli) og eros (munúð elskenda) ekki fyrir í Nýja testamenti. Það gerir aftur á móti philía sem þýðir “væntumþykja.” Kærleikur í þessum versum er hins vegar gríska orðið agape, þar sem átt er við “kærleika Guðs” (Jóh 3.16; Róm 5.5-8) og kærleika þess manns sem er reiðubúinn til þess að fórna og afneita sjálfum sér. Þann kærleika ber lærisveinum Jesú að auðsýna hver öðrum (Mrk 12.31; Róm 13.9; 3Mós 19.18). Sjá og “Kærleikur“.

13.8 spádómsgáfur…tungur: Sjá athugagreinar við 13.2 og 12.10 (tungutal).

13.10-12 þegar hið fullkomna kemur…þá munum vér sjá: Hér hefur Páll vísast í huga þann dag í framtíð, þegar Jesús kemur aftur. Sjá athugagreinar við 1.7 og 4.5.

13.12 svo sem í skuggsjá, í ráðgátu: Speglar þessa tíma voru gerðir af málmblendi kopars og ýmissa annarra málma að auki og voru því næsta ófullkomnir að ekki sé meira sagt.. Hér á myndinni er spegill frá Egyptalandi, um það bil 3200 ára.