8.2 þess anda: Heilags anda. Sjá athugagrein við 1.3-4 (Heilagur andi). Páll segir anda Guðs að verki í lærisveinum Jesú, þeim til styrktar og til þess að frelsa þá undan oki syndarinnar og hjálpa þeim að lifa lífi sem er Guði velþóknanlegt. Með heilögum anda sínum eflir Guðs og endurnýjar hinn nýja lýð sinn.
8.3 lögmálinu…Guð…senda sinn eigin son…dæma syndina: Sjá athugagreinar við 2.12 og 3.25-26.
8.5 stjórnast af anda Guðs: Þeir sem stjórnast af anda Guðs reyna af fremsta megni að þóknast honum í einu og öllu. Þau, sem andinn fær að leiða hafa hugann við það sem Guð vill.
8.9 anda Krists: Það er heilagur andi. Sjá athugagreinar við 1.3-4 (Heilagur andi) og 5.5. Andinn er að verki í hverjum þeim sem treystir Jesú Kristi og trúir á hann.
8.11 hans sem vakti Jesú frá dauðum: Sjá athugagrein við 4.24.
8.14 Allir sem leiðast af anda Guðs eru Guðs börn:Þessum orðum til beint til allra manna. Sérstaklega eru þau þó ætluð þeim, sem héldu því fram að menn gætu verið börn Guðs með því einungis að hlýða Móselögum eða væru fæddir af foreldrum sem rektu ættir sínar til Abrahams og Söru.
8.16 Sjálfur andinn: Sjá athugagreinar við 8.2 og 1.3-4 (Heilagur andi).
8.18 þjáningar þessa tíma séu ekki neitt í samanburði við þá dýrð sem á okkur mun opinberast: Jarðlífinu fylgja erfiði og sorgir. Þeim, sem trúa á Jesú, gefur Guð nýtt líf í framtíð, laust við sársauka og andstreymi. Það verður þann dag, sem við eignumst lífið eilífa. Páll glæðir með lesendum sínum vonina um hið komandi ríki Guðs, þar sem börn hans munu njóta verndar hans og kærleika að eilífu.
Ekki aðeins maðurinn, heldur og öll sköpunin þjáist og bíður þess að verða leyst úr ánauð hverfulleikans, þegar Guð gerir alla hluti nýja. Þjáning sköpunarinnar minnir á fæðingarhríðir konu (8.22).
8.23 stynjum við sem eigum frumgróða andans….meðan við bíðum þeirrar stöðu Guðs barna sem í vændum er: Börn Guðs láta ekki bugast af erfiðleikum og raunum af því að þau hafa hlotið anda hans, sem uppörvar þau og huggar. Þau bíða þolinmóð betri tíma, af því að þau vita, að Guð mun frelsa þau. Hluti af þessari von er fyrirheitið um „endurlausn líkama okkar.“ Páll lýsir í 1Kor 15.35-49 líkömum manna, þegar þeir verða reistir upp til lífs og verða „himneskir.“
8.26 andinn biður fyrir okkur: Heilagur andi biður fyrir þeim sem ekki geta gert það sjálfir. Líka er samband Guðs og manns, sem fullur er af heilögum anda, svo náið að engra orða er þörf.
8.29 sonar síns: Jesú Krists. Sjá athugagrein við 1.3,4 (sonur Guðs) og „Guðs sonur„.
8.34 við hægri hönd: Virðingarsess, ætlaður valdsmanni.
8.39 Kristi Jesú, Drottni vorum: Sjá athugagrein við 1.3-4 (sonur Guðs).