7.2 föður vorum, Abraham: Sjá “Abraham”.

7.2-4 Kaldealandi…Haran: Sjá 1Mós 11.26-12.9.

7.8 sáttmála umskurnarinnar: Sjá 1Mós 17.9-14; 21.2-4 og “Umskurn”.

7.9 Jósef: Jósef var hinn eldri af tveimur sonum Jakobs, er hann átti með Rakel. Abraham var langafi hans, sjá 1Mós 37-50. Sjá sögu Jósefs í 1Mós 37-50.

7.9 Egyptalands: Egyptaland, suðvestur af Kanaanslandi, var í þennan tíma stórveldi.

7.15,16 Síkem: Borg í Kanaanslandi miðju. Þar var ættfaðirinn Jakob jarðsettur ásamt fleiri Ísraelsmönnum, er borið höfðu beinin í Egyptalandi (sjá 1Mós 46.1-7; 49.33). Abraham hafði keypt landspildu í Hebron (1Mós 23.3-18) þar sem hann (1Mós 25.9-11), Ísak (1Mós 35.28-29) og Jakob (1Mós 50.7-13) voru bornir til grafar. Jakob keypti land í Síkem og reisti Drottni þar altari (1Mós 33.19). Síðar var og sonur hans, Jósef, jarðaður þar (Jós 24.32). Stefán rifjar þetta upp til þess að árétta, að ættfeðurnir hlutu leg í Kanaanslandi, en ekki í Egyptalandi. Þó settust margir af niðjum Jakobs að í Egyptalandi og áttu þar heima í mörg ár (sjá 7.17-18 og 2Mós 1.2).

7.20 Móse: Móse var sannkölluð þjóðhetja í hugum margar Gyðinga. Hann leiddi Hebrea úr þrælakistunni í Egyptalandi og honum afhenti Guð lögmálið, sem Ísraelsmenn skyldu lifa eftir. Söguna af Móse, sem Stefán segir í 7.20-44, er að finna í 2., 3., 4. og 5. Mósebók. Sjá og “Móse”.

7.29 Midíanslandi: Sjá 2Mós 2.15. Midían var landið austan Akabaflóa.

7.29 tvo sonu: Synir Móse voru þeir Gersóm og Elíeser (2Mós 18.2-4).

7.30 eyðimörk Sínaífjalls: Á Sínafjalli fékk Guð Móse lögmálið í hendur og hann birti það síðan lýðnum (2Mós 19-40).

7.33 skó þína: Menn auðsýndu Guði og hans helga stað virðingu með því að draga skóna af fótum sér. Sjá og Jós 5.15.

7.35 engilsins: Sjá athugagrein við 5.19. Sjá og 2Mós 2.14.

7.36 út úr Egyptalandi og gerði undur: hér er vísað til pláganna í 2. Mósebók, þar sem segir frá því andstreymi, sem Drottinn lét Egypta þola. Um það þegar Drottinn klauf Rauðahafið fyrir Móse og lýðinn, sjá 2Mós 14.1-31. Undrunum í eyðimörkinni er lýst í 2Mós 15.22-17.7 og 4Mós 20.1-13.

7.42,43 Guð sneri sér frá þeim…herleiða yður austur fyrir Babýlon: Sjá Esk 20.1-29. Spámenn Ísraels margsögðu fólkinu að það hefði snúið baki við Guði. Stefán vitnar í spádómsbók Amosar 5.25-27 (Septúaginta) þar sem segir frá því að lýðurinn hafði fært hjáguðum fórnir.

Þegar Norðurríkið (Ísrael) sagði skilið við Drottin og beið ósigur fyrir Assýringum árið 721 f. Kr., var fjöldi þegnanna fluttur til Damaskus og annarra héraða í Assýríu. Um 130 árum síðar gjörsigruðu Babýloníumenn Suðurríkið (Júda) og herleiddu marga íbúa þess til Babýlon.

7.47 En Salómon reisti honum hús: Salómon konungur var sonur Davíðs konungs. Hann var bæði vitur og auðugur og það var hann sem reisti fyrsta musterið (guðshúsið). Sjá 1Kon 6.1-38; 2Kron 3.1-17.

7.48 Hinn hæsti: Þetta nafn Guðs var ævagamalt. Það átti rætur að rekja allt aftur til Abrahams ættföður. Í Salem bar saman fundum þeirra Abrahams og Melkísedeks konungs þar (1Mós 14.17-22). Melkísedek var kallaður “prestur Hins Hæsta Guðs.”

7.52 Hins réttláta: Jesú.

7.53 lögmálið: Lögmálið, sem Guð fékk Móse í hendur á Sínaífjalli í eyðimörkinni. Sjá athugagrein við 6.12 (fræðimennina).

7.55 fullur af heilögum anda: Sjá 6.3 og athugagrein við 4.8.

7.55 standa til hægri handar: Valdamestu menn ríkisins sátu konunginum til hægri og vinstri handar. Það þótti vera meiri virðing að vera vísað til sætis hægra megin við konunginn. Jesús er sagður “standa” til hægri handar Guði. Með því kann að vera gefið til kynna, að Jesús bjóði Stefán sérstaklega velkominn (sjá 7.59).

7.56 himnana opna og Mannssoninn: Sjá athugagrein við 1.2 (varð upp numinn). Jesús nefndi sjálfan sig Mannssoninn til þess að vekja athygli á því að hann er maður sem er fulltrúi hins trúfasta Guðs lýðs. Sjá nánar “Mannssonurinn”.

7.58 lögðu yfirhafnir sínar að fótum ungum manni er Sál hét: Ekki er ljóst hvers vegna yfirhafnirnar voru lagðar að fótum Sáls. En sumir hafa talið, að það bendi til þess að hann hafi stjórnað aðförinni að Stefáni. Sjá nánar um Sál (Pál) í athugagrein við 8.3.