20.1 fagnaðarerindið: Sjá athugagrein við 4.43. 

20.4 Jóhannesi: Jóhannes skírari. Sjá athugagrein við 1.13.

20.9 víngarð: Í víngörðum voru þrúgur ræktaðar (vínber). Garðarnir voru yfirleitt í grýttum hlíðum og oft girtir grjótveggjum til skjóls. Þeir voru dýrmæt eign. Varðturn var stundum reistur í námunda við garðinn og gátu menn þá betur varist rándýrum og stigamönnum. Þrúgurnar vaxa á löngum, renglulegum viði, sem festa þarf upp frá jörðu og krefst mikillar umönnunar og virktar. Að þessu unnu margar hendur.

20.18 þennan stein: Jesús á við sjálfan sig.

20.19 Fræðimennirnir og æðstu prestarnir: Sjá athugagrein við 9.22.

20.20 landstjórans: Sjá athugagrein við 13.1 (Pontíus Pílatus).

20.22 gjalda keisaranum skatt: Júdea laut rómverska heimsveldinu og urðu þegnarnir því að gjalda keisaranum í Róm skatta og skyldur.

20.24 denar: Mynt, er jafngilti daglaunum verkamanns. Öðrum megin á denar var mynd af Tíberíusi keisara. Hinum megin var letrað: „Tíberíus Sesar Ágústus, sonur hins guðdómlega Ágústusar.“

20.27 saddúkear: Þeir voru auðugir gyðingar og höfðu náið samstarf við prestana. Nafn flokksins er trúlega dregið af „Zadok“, en svo hét helsta prestafjölskyldan (2Sam 20.25; 1Kon 1.39-45). Saddúkear héldu því fram, að mikilvægast af öllu væri að sækja musterið og færa þar fórnir. Farísear trúðu því, að hugsanlega væri líf eftir dauðann, en Saddúkear höfnuðu þessu á þeirri forsendu að ekkert væri á það minnst í lögmáli Móse (Post. 23.8). Sjá og „Mannlíf og landshættir á tímum Jesú: Þjóðir, valdhafar og stjórnmál“.

20.36 englum jöfn…börn Guðs: Sú var kenning Jesú að mannfólkið risi upp frá dauða til lífs og lifði að eilífu sem englar væri. Þau sem eru verð þess að kallast Guðs börn þurfa ekki að hafa áhyggjur af því hverjum þau eru gift eða kvænt.

20.37 hann kallar Drottin Guð Abrahams, Guð Ísaks ogGuð Jakobs: Sjá athugagrein við 1.55. Jesús heldur því hér fram, að sé Guð tilbeðinn af Abraham, Ísak og Jakobi, er gerðu við hann sáttmála fyrr á tíð, þá hljóti þeir að lifa honum að eilífu, þar eð Guð er Guð lifenda.

20.41 sonur Davíðs: Sjá athugagrein við 18.38.

20.41 hægri handar: Virðingarsess, ætlaður valda- og fyrirmönnum.

20.44 Davíð…drottin: Sjá athugagreinar við1.27 og 1.35 (Davíð), og 3.15 (Messías). Leiðtogar Gyðinga deildu um það, með hverjum hætti mönnum hlotnaðist hjálpræði. Sumir töldu að fórnir prestanna í helgihaldinu mundu hreinsa land og þjóð. Aðrir vildu reiða sig á konungsvaldið um þetta. Jesús spyr hvort nokkur geti verið bæði sonur Davíðs og drottinn hans.

20.46,47 Varist fræðimennina…flytja langar bænir að yfirskini: Sjá athugagrein við 11.46.