2.1 Laódíkeu: Sjá athugagrein við 4.13.

2.3 spekinnar og þekkingarinnar: Sjá Okv 2.3-6, Jes 45.3 og „Spekin„.

2.8 heimsvættunum: Dularöfl og andaverur voru álitin ráða afdrifum fólks. Að dómi Páls stóð „heimurinn“ í gegn Guði og ráðsályktun hans (Róm 12.2).

2.11 umskurn: Sjá „Umskurn„.

2.12 greftruð með Kristi í skírninni: Skírnarþeginn deyr syndinni og lifir nú nýju lífi, á sama hátt og Jesús dó og var af Guði reistur upp frá dauðum (Róm 6.3-6). Sjá og „Skírnin„.

2.13 Þið voruð dauð…Guð…fyrigaf okkur öll afbrotin:Syndin skilur okkur frá Guði; það er verra en dauði.

Jesús sigraði synd og dauða, þegar hann dó á krossinum og var síðan af Guði reistur upp frá dauðum. Hann heitir þeim fyrirgefningu synda sinna, sem trúa á hann. Sjá og „Eilíft líf„.

2.14 afmáði skuldabréfið… með ákvæðum sínum…negla það á krossinn: Með „ákvæðum“ er hér átt við lögmálið (boðorðin), sem Guð lagði fyrir Móse á Sínaífjalli. Þegar Jesús dó á krossinum, áfmáði hann sektina, sem sprottin var af óhlýðni við fyrirmæli Drottins.

2.16 dæma ykkur fyrir mat eða drykk: Hér á Páll vísast við gyðing-kristna menn, sem reyndu af fá söfnuðinn í Kólossu til þess að taka þátt í trúarhátíðum Gyðinga og fara í öllu að siðum þeirra.

2.18 auðmýkt sinni og engladýrkun: Þeir sem stærðu sig af auðmýkt sinni kunna að hafa verið hinir sömu og þeir siðavöndu, sem nefndir eru í 2.16. Engladýrkunin getur hafa verið einhver dultrúarsiður, þar sem tilbiðjendur vegsömuðu andaverur í himingeimnum, eða töldu jafnvel engla birtast sér.

2.20,21 boð eins og þessi: „Snertu ekki“: Sjá athugagrein við 2.16.