Vitranir um dóm Guðs og vernd hans

Í eftirfarandi hluta Opinberunarbókarinnar (14.1-16.19) er því lýst, er Jóhannesi vitrast lambið í sýn og jafnframt er sagt frá því, að Guð muni dæma alla menn. Þeir, sem tilbiðja dýrið, kalla yfir sig reiði Guðs og hegningu. Sjö englar hella úr skálum Guðs reiði yfir jörðina.

14.1 Lambið…hundrað fjörutíu og fjórar þúsundir…nafn föður þess: Sjá ahugagreinar við 5.6 (lamb), 7.4 (Hundrað fjörutíu og fjórar þúsundir) og 1.6 (föður).

14.3 verunum fjórum: Sjá athugagrein við 4.6-9.

14.4 frumgróði: Í sumum handritum „frá upphafi.“

14.4 frumgróði handa Guði og lambinu: Hér mætti líka þýða á íslensku: „hið ágætasta fólk.“ Það hefur af Kristi verið leyst úr hópi manna fyrst allra, og fer því fyrir þeim skara, sem öðlast mun hlutdeild í lífinu eilífa með Guði.

14.8 Babýlon hin mikla: „Babýlon“ merkir hér Rómaborg. Þar hafa verk manna verið vond og þeir spillt öðrum þjóðum, og því boðar annar engillinn fall borgarinnar. Sjá „Babýlon“ á bls. 1291.

14.10 vín…eldi og brennisteini: Að „drekka vín af reiðiskálum Guðs“ merkir að vera refsað af Guði. Eldurinn er sjaldnast fjarri, þegar Guð dæmir þá sem snúa við honum baki. Brennisteinn er málmur og fylgir stækur óþefur, sé hann brenndur.

14.14 líkan mannssyni: Sjá athugagrein við 1.13.

14.14 beitta sigð: Sigð er boglaga ljár, notaður til þess að skera korn og fleiri plöntur.

14.18,19 þrúgurnar…vínþröngina miklu: Spámenn Ísraels líktu þjóðinni við víngarð (Jes 5) og sögðu, að dagur Drottins, þegar hann dæmir þjóðina fyrir óhlýðni hennar, yrði eins og uppskerudagur í víngarði (Jl 3.13). Áþekkum líkingum er brugðið upp til þess að lýsa afdrifum þeirra þjóða, sem afneita Guði. Vínþrúgurnar voru kramdar í vínþröng, sem gjarnan var höggvin niður í klett. Svo var troðið á berjunum (Jes 16.10) og rann lögurinn þá niður í vínlagarþró. Sjá „Vín“.