12.1 Orðið“súrdeig” er hér notað um falskenningu (sjá Matt 16.6,12).

12.5 helvíti: Á grísku er helvíti “Gehenna”, dregið af hebreska heitinu “Hinnoms-dalur.” Áður en Jesús fæddist voru sumir kennarar Gyðinga farnir að tala um stað,þar sem meingerðamenn tækju út refsingu Guðs í eldi og líktist hann hinum logandi Hinnoms-dal. Sjá “Helvíti” á bls. 1840.

12.6 fimm spörvar…tvo smápeninga: Rómverska myntin “assaríus” jafngilti aðeins einum sextánda hluta af daglaunum verkamanns. Gyðingar lögðu sér spörfugla til munns, enda lá ekki bann við því í Móselögum. Þeir fengust við mjög vægu verði.

12.8 Mannssonurinn: Sjá athugagrein við 5.24.

12.8 englum Guðs: Sjá athugagrein við 2.13-15.

12.10 heilögum anda: Sjá athugagrein við 1.35 (Heilagur andi).

12.11 samkundur: Sjá athugagrein við 4.15.

12.25 við aldur sinn: Eða: við hæð sína.

12.27 Salómon í allri sinni dýrð: Gyðingar álitu Salómon konung ríkasta mann sem nokkru sinni hefði verið uppi. Sjá og 1Kon 10.4-7; 2Kron 9.3-6 og “Salómon” á bls. 764.

12.30 faðir yðar: Jesús á hér við Guð.

12.32 ríkið: Sjá athugagreinvið 4.43.

12.33 á himnum: Sjá athugagrein við 6.23.

12.40 Mannssonurinn: Sjá athugagrein við 5.24.

12.41 Pétur: Sjá athugagrein við 5.8 (Símon Pétur)

12.42 hjú sín: Sjá “Þrælar og þjónustufólk á dögum Jesú.”

12.50 Mrk 10.38.

12.54 ský draga upp í vestri: Veðurkerfi fara yfirleitt frá vestri til austurs. Í Palestínu verða oft slagveður á veturna.