3.1 menn sem sjá ekki nema sjálfa sig: Sjá athugagrein við 1.20-27.

3.3 enn þá lifið þið í sjálfshyggju: Það fékk Páli áhyggjum, að Korintumenn höguðu ekki lífi sínu eins og þeir sem láta anda Guðs leiða sig. Þótt þeir væru orðnir lærisveinar og hefðu gengið Jesú á hönd, héldu þeir áfram að deila hver við annan og ástunda það sem þeir höfðu ákveðið að láta af, þegar þeir snerust til trúar fyrir prédikun Páls (5.1-6.20).

3.4 Apollós: Sjá athugagrein við 1.11,12.

3.6-10 Ég gróðursetti, Apollós vökvaði…hef ég lagt grundvöll: Páll og Apollós unnu sitt verkið hvor. Páll stofnaði söfnuðinn í Korintu og Apollós stuðlaði að vexti hans. En grundvöllur „byggingarinnar“ nýju er Kristur sjálfur (1.10-17).

3.12-13 Dagurinn mun leiða það í ljós af því að hann opinberast með eldi: Hér er á ferð myndin af dómsdegi, þegar Guð rannsakar líferni manna og hvort þeir hafa reynst trúir. Nýja testamenti lýsir dvalarstað og ástandi dæmdra illvirkja, sem er eldur og pína (Lúk 16.23; Opb 20.14). Páll grípur til líkingar af eldinum, sem kveiktur er til þess að bræða málma. Tré, hey og hálmur fuðra upp í þeim loga. Gull og silfur bráðna, en dýrir steinar ekki. Páll kveður kenningu sína verða prófaða í eldi þess dags, þegar Guð dæmir. Fái hún staðist, mun ekkert bál eyða henni, fremur en gimsteinn væri. Sjá og „Eldur„.

3.16 þið eruð musteri Guðs: Habakkuk spámaður segir, að Drottinn sé í sínu heilaga musteri og öll jörðin skuli vera hljóð framm fyrir honum (Hab 2.20). Páll segir Guð búa innra með hinum kristnu í Korintu af því að Guði hafi gefið þeim heilagan anda sinn. Héðan í frá eru þeir allir heilagir á sama hátt og musterið var heilagt vegna návistar Drottins. Sjá 6.19; sjá og 2Kor 6.16.