8.1 söfnuðunum í Makedóníu: Söfnuðunum, sem Páll hafði komið á fót í Filippí, Þessalóníku og ef til vill Beroju (Post 16.12-17.13).

8.2 þrengingar sem þeir hafa orðið fyrir: Þessu andstreymi er ekki lýst nánar, þótt Páll nefni það í öðrum bréfum sínum einnig (Fil 1.29,30; 1Þess 1.6; 2.14; 3.3,4).

8.4 samskotum til hinna heilögu: Fjárstuðningur við lærisveina Jesú í Jerúsalem. Þessir “heilögu” bjuggu við vanefni og skorti fé til þess að standa undir starfi sínu. Því var leitað til trúbræðra og systra í öðrum löndum um aðstoð. Þessi samskot eru nefnd víðar (1Kor 16.1-3,15; Róm 15.25,26,31; 2Kor 9).

8.6 Títus: Títus var náinn samstarfsmaður Páls, heiðin-kristinn. Hann hafði fylgt Páli á ferð hans til Jerúsalem (Gal 2.1-3). Sjá og 2.13 og athugagrein við 7.6.

8.14 gnægð ykkar: Lærisveinar Jesú, kristnir menn í Korintu, voru stöndugri en gerðist í sumum söfnuðum öðrum. Páll hvetur þá til þess að gefa sem því nemur rausnarlegar, svo að “jöfnuður verði.”

8.15 Sá sem miklu safnaði: Hér vitnar Páll í 2Mós 16.17,18 þar sem segir frá því, þegar Ísraelsmenn söfnuðu manna (himnabrauði) í eyðimörkinni.

8.18 þann bróður sem orð fer af: Ónefndur maður, sem getið hafði sér gott orð fyrir að útbreiða fagnaðarerindið og hvetja söfnuði til þess að láta myndarlega af hendi rakna til fjársöfnunar Títusar.

8.19 söfnuðurinn: Gríska orðið yfir “söfnuður” (kirkja) erekklesía. Það var haft um hvers konar samsöfnuð fólks. Orðið “kirkja” getur átt við alla lærisveina Krists hvar sem þeir eru, en líka einstakan söfnuð, eins og hér, – og svo kirkjubyggingu. Sjá og “Kirkja“.

 8.22 sendi ég annan bróður: Þetta er óþekktur lærisveinn, sendur af söfnuðunum og hefur notið virðingar (8.24). Páll hvatti Korintumenn til þess að láta ásannast það góða orð sem af þeim færi með því að koma vel fram við lærisveinana tvo.