13.2 við aðra komu mína…brotleg hafa orðið: Sjá athugagrein við 12.14. Hér er trúlega átt við lausung í kynferðismálum (1Kor 5), skurðgoðadýrkun (1Kor 8; 2Kor 6.14-7.1), og óviðeigandi hegðun við kvöldmáltíðina (1Kor 11.17-34).

Áminningar og kveðjur

Páll undirbýr fyrirhugaða heimsókn sína með því að hvetja Korintumenn til þess að líta rækilega í eigin barm og rannsaka hvort trúin á Krist komi fram í breytni þeirra. Standist þeir prófið þarf hann ekki að sýna þeim hörku, þegar hann kemur.

13.7 gerið ekki neitt illt: Sjá athugagreinar við 13.2 og 12.21.

13.9 þegar ég er veikur: Sjá athugagrein við 12.8.

13.12 Allir heilagir: Getur bæði átt við alla lærisveina Krists eða safnaðarmennina í þeim stað þar sem hann ritar bréfið.