13.3 Minnist bandingjanna: Sjá athugagrein við 10.33,34.

13.9 ekki mat af ýmsu tagi: Í lögmáli Móse var kveðið á um það, hvaða fæðutegundir menn skyldu ekki leggja sér til munns. Höfundur segir hér, að þessar reglur séu ekki sýnu þýðingarminni en traustið á gæsku Guðs. Sjá og athugagreinar við 9.10 og 9.13.

13.12 Þess vegna leið Jesús fyrir utan hliðið: Jesús var krossfestur utan við múra Jerúsalemsborgar þar sem heitir “Hauskúpustaður” (Lúk 23.26-49).

13.14 leitum við hinnar komandi: Sjá athugagreinar við 11.10 og 12.22.

13.18 Biðjið fyrir mér: Höfundur Hebreabréfsins (sem ekki er vitað með vissu hver var) kann að hafa setið í fangelsi þegar hann skrifaði það.

13.20 Drottin vorn Jesú, hinn mikla hirði sauðanna: “Drottinn” er á grísku kyrios.Þegar orðið er notað um Jesú, beinir það huganum að valdi hans og mætti. “Kristur” er christosá grísku og þýðir “hinn smurði” (á hebresku: Messías). Sjá “Drottinn (notað um Jesú)”. Jesús nefndi sjálfan sig “góða hirðinn” (Jóh 10.10-16).

13.20með blóði eilífs sáttmála: Sjá athugagrein við 9.18-22.

13.23 Tímóteus: Tímóteus þessi má vel hafa verið reisubróðir Páls og aðstoðarmaður (Post 16.1-3), sá er síðar varð sá safnaðarleiðtogi sem tvö bréfa Nýja testamentis eru við kennd (Sjá innganginn að Fyrra og Síðara Tímóteusarbréfi).

13.24 Ítalíu: Þegar höfundur Hebreabréfsins samdi ritverk sitt, kann hann að hafa verið í Róm á Ítalíu, höfuðborg rómverska heimsveldisins.