4.3 verðið heilög…haldið ykkur frá óskírlífi: Gríska orðið, sem hér er þýtt með „heilög“ merkir „frátekinn handa Guði“, kallaður til þess að fara að vilja hans. Sá sem lifir guðrækilega forðast hvers konar lausung og óreglu í kynferðismálum (Post 15.20, 29; 21.25; 1Kor 5.1; Gal 5.19). Í Þessaloníku voru líkamlegar samfarir fólks stundum hluti af heiðinni trúariðkun.

4.8 Sá sem lítilsvirðir þetta: Hinir kristnu í Þessaloníku höfðu ekki orðið lærisveinar með því að hlýða boðorðunum í lögmáli Móse, en samt sýndi líferni þeirra ótvírætt að þeir heyrðu til hinum nýja Guðs lýð.

4.8 heilaga anda: Heilagur andi er ósýnilegur kraftur Guðs að starfi í heimi hér. Hann fræðir lærisveina Krists, styrkir þá í trúnni og eflir sáluhjálp þeirra. Helgun hinna endurleystu er verk heilags anda. Páll segir heilagan anda ætíð nálægan í lífi lærisveina Krists og hjálpi hann þeim til þess að lifa Guði velþóknanlegu lífi. Sjá og Róm 8.1-17; Gal 5.22-26. Sjá nánar „Heilagur andi“.

4.14 Guð fyrir Jesú leið ásamt honum fram þau sem sofnuð eru: Sjá athugagrein við 1.10 (væntið sonar hans).

4.15 við komu Drottins: Gríska orðið, sem Páll notar hér, erparúsía, sem þýðir „návist“ eða „koma.“ Meðal grískumælandi var orðið líka haft um hátíðlega viðburði eins og þegar þjóðhöfðingi gekk fram á hallarþrep eða svalir til þess að heilsa á þegna sína.

4.16 erkiengilsins: Hér er trúlega átt við Mikael erkiengil (Dan 10.13,21; Júd 9; Opb 12.7).

4.16 básúna Guðs: Páll nefnir básúnu eða lúður Guðs líka í 1Kor 15.51,52. Sjá og Sak 9.14; Jes 27.13; Jl 2.1,15).

4.16 af himni: Sjá athugagrein við 1.10 (væntið sonar hans).

4.16 upp rísa: Þeir sem dáið hafa af kristnum söfnuði munu rísa upp til nýs lífs og andlegs líkama (1Kor 15..35-44, 51,52). Sjá „Upprisan„.

4.17 hrifin burt…í skýjum: Lærisveinar Krists, sem verða á lífi við endurkomu hans, munu verða hrifin burt í skýjum til fundar við Drottin á sama hátt og Jesús var af Guði upp numinn til himna.